

Sjúkraliði í meltingarteymi
Við sækjumst eftir sjúkraliða sem hefur áhuga á spennandi og fjölbreyttri hjúkrun í meltingarteymi Landspítala sem staðsett er á almennri göngudeild 10E við Hringbraut.
Starfshlutfall er 80-100%, eða eftir samkomulagi og er ráðið í starfið sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Í meltingarteyminu starfar öflugur hópur fagfólks sem vinnur af miklum áhuga við að efla og þróa þjónustu við sjúklinga með langvinna meltingarsjúkdóma. Teymið sinnir sjúklingum með IBD, næringarslöngu/ hnappa, skorpulifur og aðra meltingarfærasjúkdóma. Þá er hluti starfseminnar á innrennslismóttöku, þar sem m.a. eru gefin líftæknilyf. Einnig fara fram rannsóknir sem meltingarteymið sinnir. Starfið er því afar fjölbreytt og krefjandi og gefur mikla möguleika til starfsþróunar.
Á deildinni er markvisst unnið að umbótum og framþróun, en þar starfar öflugur hópur og einkennist vinnuandinn af samvinnu, metnaði og góðum liðsanda.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Verkefni á innrennslismiðstöð, t.d. mæling lífsmarka, eftirlit með sjúklingum í lyfjagjöfum og fleira sem fylgir starfseminni þar
- Sinna samskiptum við sjúklinga í síma og gegnum skilaboð í Heilsugátt
- Sinna eftirliti með ferli sjúklinga og farvegi þeirra í sjúklingahópum í Heilsugátt
- Bóka sjúklinga í rannsóknir og sinna framkvæmd og aðstoða við framkvæmd þeirra eftir atvikum
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka í þróun og umbótum
- Stuðla að góðum samstarfsanda
- Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Íslenskukunnátta

























































