

Ritari á augnlæknastöð
Við óskum eftir að ráða ritara í um það bil 50% starf. Um er að ræða samstarf við augnlækna og annað starfsfólk við allt sem viðkemur þjónustu við sjúklinga sem koma í skoðanir og aðgerðir. Við erum að leita að einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund, býr yfir góðri tölvukunnáttu og hefur áhuga á að læra nýja hluti, þar sem viðkomandi verður þjálfaður upp í notkun rannsóknartækja í greiningu á augnsjúkdómum
Tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að komast inn í mjög áhugavert fag. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri kunnáttu á þessu sviði, heldur mun áhugasamur umsækjandi læra allt sem þarf í samvinnu við reynslumikið samstarfsfólk.
- Móttaka og umsjón sjúklinga
- Símsvörun, tímabókanir og afgreiðsla fyrirspurna
- Notkun rannsóknartækja í greiningu augnsjúkdóma
- Afgreiðsla
Umsækjendur þurfa að búa yfir:
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Sveigjanleika í fjölbreyttu starfi
- Áhuga á að læra nýja hluti
- Góðri tölvukunnáttu
- Reynsla af heilbrigðisþjónustu er kostur
Þar sem fagið byggir talsvert á notkun tækja og tölvutækni er kostur að umsækjandi hafi góða grunnfærni og áhuga á slíku.













