Læknastöðin Orkuhúsinu
Læknastöðin Orkuhúsinu
Læknastöðin Orkuhúsinu

Móttökuritari óskast til starfa

Læknastöðin Orkuhúsinu leitar að einstaklingi í starf móttökuritara vegna aukinnar starfsemi.

Starfið felst aðallega í móttöku viðskiptavina, símaþjónustu, bókun reikninga, gagnaskráningu, upplýsingagjöf og ýmsum öðrum daglegum skrifstofustörfum.

Ýmsar breytingar eru framundan á starfinu með nýjum tæknilausnum. Við erum þegar að prófa og aðstoða við þróun á nýjum sjúkraskrám. Nýlega innleiddum við einnig gervigreindarlausn við vinnslu fyrirspurna og eru fleiri verkefni á döfinni sem viðkomandi yrði þátttakandi í.

Starfið hentar því afar vel lausnarmiðuðum og röggsömum einstaklingi sem þrífst í líflegu og breytilegu starfsumhverfi.

Hjá okkur starfa fyrir 5 einstaklingar í móttöku og er unnið í nánu samstarfi við lækna og annað starfsfólk.

Starfið fer fram á dagvinnutíma alla virka daga og er starfshlutfall 100% eða minna skv. samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka viðskiptavina
  • Símaþjónusta
  • Gagnaskráning í rafræna sjúkraskrá og fl. kerfi
  • Upplýsingagjöf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf og/eða önnur gagnleg menntun
  • Góður kostur ef viðkomandi hefur reynslu af starfi í t.d. þjónustuveri eða bókhaldi
  • Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með góða nærveru
Fríðindi í starfi

Sumarfrí: Allir starfsmenn fá 30 daga í sumarfrí. Sumarfríið er að mestu tekið í júlí, en tvær vikur eru teknar í samráði við yfirmann. 

Góður starfsandi og sterkt félagslíf: Vinnustaðurinn einkennist af jákvæðum og lifandi starfsanda, þar sem skemmtileg og samhent teymi starfa saman. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða uppá fjölbreytta félagslega viðburði yfir árið sem styrkja tengsl og liðsheild.

Möguleikar á starfsþróun: Fyrirtækið er í miklum vexti, sem opnar dyr að frekari þjálfun, þróun og nýjum tækifærum í starfi.

Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af faglegu og vaxandi umhverfi þar sem lögð er áhersla á gæði, samvinnu og þjálfun — þá viljum við heyra frá þér!

Advertisement published2. October 2025
Application deadline19. October 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Phone communicationPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags