

Móttökuritari óskast til starfa
Læknastöðin Orkuhúsinu leitar að einstaklingi í starf móttökuritara vegna aukinnar starfsemi.
Starfið felst aðallega í móttöku viðskiptavina, símaþjónustu, bókun reikninga, gagnaskráningu, upplýsingagjöf og ýmsum öðrum daglegum skrifstofustörfum.
Ýmsar breytingar eru framundan á starfinu með nýjum tæknilausnum. Við erum þegar að prófa og aðstoða við þróun á nýjum sjúkraskrám. Nýlega innleiddum við einnig gervigreindarlausn við vinnslu fyrirspurna og eru fleiri verkefni á döfinni sem viðkomandi yrði þátttakandi í.
Starfið hentar því afar vel lausnarmiðuðum og röggsömum einstaklingi sem þrífst í líflegu og breytilegu starfsumhverfi.
Hjá okkur starfa fyrir 5 einstaklingar í móttöku og er unnið í nánu samstarfi við lækna og annað starfsfólk.
Starfið fer fram á dagvinnutíma alla virka daga og er starfshlutfall 100% eða minna skv. samkomulagi.
- Móttaka viðskiptavina
- Símaþjónusta
- Gagnaskráning í rafræna sjúkraskrá og fl. kerfi
- Upplýsingagjöf
- Stúdentspróf og/eða önnur gagnleg menntun
- Góður kostur ef viðkomandi hefur reynslu af starfi í t.d. þjónustuveri eða bókhaldi
- Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með góða nærveru
Sumarfrí: Allir starfsmenn fá 30 daga í sumarfrí. Sumarfríið er að mestu tekið í júlí, en tvær vikur eru teknar í samráði við yfirmann.
Góður starfsandi og sterkt félagslíf: Vinnustaðurinn einkennist af jákvæðum og lifandi starfsanda, þar sem skemmtileg og samhent teymi starfa saman. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða uppá fjölbreytta félagslega viðburði yfir árið sem styrkja tengsl og liðsheild.
Möguleikar á starfsþróun: Fyrirtækið er í miklum vexti, sem opnar dyr að frekari þjálfun, þróun og nýjum tækifærum í starfi.
Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af faglegu og vaxandi umhverfi þar sem lögð er áhersla á gæði, samvinnu og þjálfun — þá viljum við heyra frá þér!













