Læknastöðin Orkuhúsinu
Læknastöðin Orkuhúsinu
Læknastöðin Orkuhúsinu

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa

Vegna stöðugs vaxtar og fjölbreyttra nýrra verkefna leitum við að hjúkrunarfræðingum til starfa í öflugu og samheldnu teymi. Um er að ræða margþætt og spennandi starf í hröðu starfsumhverfi þar sem þú færð tækifæri til að þróa þig í starfi og takast á við krefjandi verkefni.

Reynsla eða menntun í skurðhjúkrun er mikill kostur, en ekki skilyrði — við leggjum ríka áherslu á góða innleiðingu og þjálfun í sérhæfðum verkefnum fyrir allt okkar starfsfólk.

Við leitum að röskum, skipulögðum og jákvæðum einstaklingum með brennandi áhuga á góðri umönnun og teymisvinnu.

Starfshlutfall er eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð og þátttaka við aðgerðir á skurðstofum

  • Frágangur og meðhöndlun skurðaðgerðarverkfæra

  • Umönnun sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir

Menntunar- og hæfniskröfur
  • BS-próf í hjúkrunarfræði

  • Jákvæð og drífandi framkoma með góða faglega nærveru

  • Góð samskipta- og samstarfshæfni

  • Skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi

  • Íslenskukunnátta er mikill kostur, ef íslenskukunnátta er ekki til staðar er skilyrði að viðkomandi geti auðveldlega tjáð sig og skilið ensku

Fríðindi í starfi

Sumarfrí: Allir starfsmenn fá 30 daga í sumarfrí. Sumarfríið er að mestu tekið í júlí, en tvær vikur eru teknar í samráði við yfirmann.

Góður starfsandi og sterkt félagslíf: Vinnustaðurinn einkennist af jákvæðum og lifandi starfsanda, þar sem skemmtileg og samhent teymi starfa saman. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða uppá fjölbreytta félagslega viðburði yfir árið sem styrkja tengsl og liðsheild.

Möguleikar á starfsþróun: Fyrirtækið er í miklum vexti, sem opnar dyr að frekari þjálfun, menntun, þróun og nýjum tækifærum í starfi.

Sveigjanleiki í vinnutíma: Hægt er að semja um hvort einstaklingur vinni eingöngu dagvinnu, en einnig eru í boði vaktir fyrir þá sem það kjósa.

Aðlögunarhæft starfshlutfall: Starfshlutfall er ákveðið í samráði við yfirmann og er mögulegt að breyta því með tímanum eftir þörfum og óskum starfsmanns.

Advertisement published19. September 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.NursePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Working under pressure
Professions
Job Tags