Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Launafulltrúi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) leitar eftir metnaðarfullum, drífandi og útsjónarsömum einstaklingi í starf launafulltrúa á mannauðssvið embættisins. Um er að ræða spennandi starf í lifandi umhverfi.

Mannauðsteymi LRH sinnir ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur og starfsfólk embættisins og vinnur markvisst að því að skapa jákvætt og heilsueflandi vinnuumhverfi. Umsækjendur þurfa því að hafa gaman af því að vinna í teymi og brennandi áhuga á því að hjálpa starfsfólki embættisins að ná árangri og líða vel í starfi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á jafnrétti, starfsánægju, heilbrigðan starfsanda, traust og gagnsæi í samskiptum og að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Starfsfólk embættisins er um 500 á fjórum megin starfsstöðvum.

Gildi embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn launavinnsla.
  • Skráningar og uppgjör í mannauðskerfi Orra og Vinnustund.
  • Ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsfólks.
  • Túlkun kjarasamninga og eftirlit með framkvæmd þeirra. 
  • Greiningarvinna og úrvinnsla á sviði kjara- og launamála.
  • Samskipti við stjórnendur, starfsfólk, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Þekking og reynsla af launavinnslu og túlkun kjarasamninga.
  • Þekking á launakerfi Orra og Vinnustund æskileg.
  • Rík þjónustulund, jákvæðni, samskiptafærni og virk umbótahugsun. 
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæm vinnubrögð. 
  • Góð tölvukunnátta og færni í Excel.
  • Góð íslenskufærni.
Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurveig Helga Jónsdóttir mannauðsstjóri í síma 444 1000 eða með tölvupósti [email protected] og Edda Björg Sigmarsdóttir staðgengill mannauðsstjóra í síma 444 1000 eða með tölvupósti [email protected].

Advertisement published2. October 2025
Application deadline15. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Hverfisgata 113-115 115R, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags