Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Skrifstofustjóri– Skarðshlíðarskóli

Skarðshlíðarskóli óskar eftir drífandi og kraftmiklum skrifstofustjóra.

Skrifstofustjóri vinnur náið með stjórnendum að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi og metnaðarfullu starfsumhverfi. Skrifstofustjóri starfar sem aðstoðarmaður skólastjóra um almennan rekstur skólans og starfar náið með stjórnendateymi skólans.

Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.

Í Skarðshlíðarskóla eru áhugasamir og skemmtilegir nemendur, metnaðarfullt starfsfólk og öflugur foreldrahópur. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, SMT skólafærni og að allir nemendur nái góðum árangri í leik og starfi. Mílan er órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en í því felst að nemendur og starfsfólk fer út daglega og gengur, skokkar eða hleypur í 15 mínútur.

Innleiðing á UDL (Universal Design for Learning) hófst haustið 2020. UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám.

Skarðshlíðarskóli er heildstæður grunnskóli með nemendur í 1. til 10.bekk. Í vetur eru um 440 nemendur í skólanum. Skólahúsnæðið er glæsilegt og er skólinn vel tækjum búinn, með íþróttahús, útibú frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fjögurra deilda leikskóli í samtengdu skólahúsnæði.

Helstu verkefni skrifstofustjóra:

  • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og ber ábyrgð á samskiptum skóla við þá sem eiga erindi við hana
  • Sér um miðlun almennra upplýsinga til starfsmanna, nemenda og forráðamanna
  • Umsýsla ráðningasamninga og samskipti við launadeild
  • Umsjón með Vinnustund og starfsmannahaldi
  • Sér um mótttöku nýrra nemenda og skráningu
  • Heldur utan um skráningar í Mentor og One system
  • Umsjón með skráningu nemenda, forfallaskráningu og skipulagi forfalla
  • Sér um skipulag og stjórnun skjalavörslu
  • Sér um pantanir á ýmsum gögnum sem nauðsynleg eru rekstri skólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (B.A./B.S./B.Ed gráða)
  • Áhugi á mannauðstengdum verkefnum
  • Mjög góð þekking og reynsla af skrifstofustörfum
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Þekking á Kjarna og Vinnustund kostur
  • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
  • Lipurð í samskiptum og samstarfshæfni
  • Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi
  • Stundvísi og samviskusemi

Ráðið er í stöðuna frá 1. janúar 2026

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871 eða í tölvupósti [email protected]s

Umsóknarfrestur er til og með 14. október 2025

Greinagóð ferilsskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Advertisement published1. October 2025
Application deadline14. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags