Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Náms- og starfsráðgjafi - Lækjarskóli

Lækjarskóli auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum náms- og starfsráðgjafa í 100% starfshlutfall

Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru um 450 talsins. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota.

Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.

Fyrir nokkru hófst innleiðing á Universal Design for Learning (UDL). UDL er aðferðafræði sem er byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að standa vörð um nám og velferð nemenda
  • Að taka þátt í forvarnarverkefnum skólans
  • Er í eineltisteymi skólans
  • Að vera trúnaðarmaður og talsmaður nemenda
  • Að veita nemendum, foreldrum og starfsfólki ráðgjöf varðandi nám, námstækni, námsvenjur, líðan, kvíða og samskiptavanda
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi sem náms- og starfsráðgjafi
  • Geta til að vinna sjálfstætt
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Mjög góða íslenskukunnátta

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Umsóknarfrestur er til og með 9. október 2025

Nánari upplýsingar um starfið veitir G. Dögg Gunnarsdóttir skólastjóri með tölvupósti [email protected]

Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published1. October 2025
Application deadline9. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Sólvangsvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags