

Hjúkrunarnemar á 3. og 4. námsári - Spennandi hlutastörf með námi á taugalækningadeild
Við sækjumst eftir hjúkrunarnemum á þriðja og fjórða námsári til starfa í okkar góða hóp í lærdómsríku starfsumhverfi á taugalækningadeild í Fossvogi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulag (20-100%). Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Störfin laus nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Taugalækningadeild er 19 rúma bráðalegudeild sem sinnir sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Ótalmörg tækifæri eru fyrir hjúkrunarnema til að vaxa í starfi.
Við bjóðum upp á hvetjandi og lærdómsríkt hlutastarf með námi, þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Hlutverk og ábyrgð er í samræmi við starfslýsingar hjúkrunarnema eftir lengd náms
- Þátttaka í teymisvinnu
- Hjúkrunarnemi á 3. eða 4. námsári
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfni
- Faglegur metnaður og áhugi á að öðlast færni í hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma og annarra sem á deildinni dvelja
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Íslenskukunnátta áskilin
Icelandic




























































