

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á taugalækningadeild
Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á taugalækningadeild B2 í Fossvogi. Starfið er laust frá og með 1. desember 2025 eða eftir samkomulagi.
Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með afburða samskiptahæfni sem hefur brennandi áhuga á hjúkrun og stjórnunarstörfum ásamt þátttöku í gæða- og umbótastarfi.
Taugalækningadeild þjónar sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Í boði er einstakt tækifæri til að sérhæfa sig í hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma auk þess að vera hluti af stjórnendateymi deildarinnar og taka þátt í mikilvægri uppbyggingu slagþjónustu á Íslandi.
Aðstoðardeildarstjóri er virkur þátttakandi í stjórnendateymi deildarinnar ásamt deildarstjóra og er starfið því frábært tækifæri fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í stjórnunarstörfum. Aðstoðardeildarstjóri fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga. Á deildinni er mikið er lagt upp úr þverfaglegri teymisvinnu allra viðkomandi starfstétta.
- Vinnur náið með hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildarinnar og mótun liðsheildar
- Ber ábyrgð á þeim verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum í samræmi við starfslýsingu
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun.
- Hefur umsjón með móttöku og aðlögun nýrra starfsmanna og nemenda á deildinni
- Er leiðandi í teymisvinnu innan deildar og stuðlar að árangursríku samstarfi innan og utan deildar
- Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
- Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Stjórnunarþekking og leiðtogahæfni
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
- Skipulögð, vönduð og öguð vinnubrögð
- Þekking á þjónustuþáttum Landspítala
- Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi er æskileg
- Góð íslenskukunnátta
Icelandic




























































