

Sjúkraliði á hjartadeild
Hjartadeild 14E/G á Landspítala við Hringbraut óskar eftir að ráða jákvæða sjúkraliða/ sjúkraliðanema í starfsnámi með ríka þjónustulund. Um er að ræða 60-100% starf í vaktavinnu. Starfið er laust frá 1. desember 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Hjartadeild er 36 rúma legudeild sem tilheyrir hjarta-, augn- og krabbameinsþjónustu og er staðsett á 4. hæð á Landspítala við Hringbraut. Deildin er eina sérhæfða hjartadeildin á landinu og starfar öflugur og áhugasamur hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Góður starfsandi er ríkjandi sem og mikill faglegur metnaður og tækifæri til að vaxa í starfi. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og veita góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Skrá í framvindu og framfylgja grunnþörfum sjúklinga svo sem mati á byltum, húðskoðun, hreyfingu og næringarmati
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi eða staðfesting skóla á heimild til starfsnáms í sjúkraliðanámi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Íslenskukunnátta
- Stundvísi
Icelandic




























































