Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg

Þjónustukjarni við Sléttuveg leitar að ábyrgum og hlýjum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Þú munt hafa bein áhrif á lífsgæði, styðja þjónustuþega til aukins sjálfstæðis og samfélagsþátttöku.

Á Sléttuvegi starfar teymi starfsfólks sem sinnir stuðnings- og stoðþjónustu. Lögð er áhersla á þverfaglegt starf í nánu samstarfi við þjónustuþega og sinnir starfsstöðin fjölbreyttri þjónustu við einstaklinga sem, vegna sjúkdóma og/eða fötlun, þurfa aðstoð inn á eigið heimili.

Hér starfar þéttur og samheldinn hópur starfsfólks. Jákvæðni og liðsheild einkennir vinnustaðinn og þar ríkir virðing og samvinna í öllu sem við gerum.

Um er að ræða vaktavinnu á sólarhringsstað.

Starfshlutfall getur verið 80-100%.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Unnið er eftir Velferðarstefnu Reykjavíkurborgar
  • Sinna stuðnings- og stoðþjónustu til einstaklinga í sjálfstæðri búsetu
  • Taka þátt í teymisvinnu
  • Hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð
  • Styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald vinnu og samfélagsþátttöku
  • Sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan einstaklinga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki eða heimaþjónustu.
  • Starfsmaður þarf að hafa náð 20 ára aldri
  • Ökuréttindi
  • Almenn góð tölvukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta (B1 skv. evrópska tungumálarammanum)
  • Frumkvæði, yfirvegun, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Sundkort hjá Reykjavíkurborg
  • Menningarkort hjá Reykjavíkurborg
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • 36 stunda vinnuvika
Advertisement published20. October 2025
Application deadline4. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)
Work environment
Professions
Job Tags