Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Verkefnastjóri viðhalds og nýframkvæmda

Umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjanesbæjar óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum verkefnastjóra til starfa á eignaumsýslusviði. Leitað er að einstaklingi sem sýnir frumkvæði, býr yfir sterkri samskiptahæfni og leggur sig fram við að ná árangri í samstarfi við aðra.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Um 100% starf er að ræða og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 5.01.2026 eða eftir samkomulagi. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með viðhalds og nýframkvæmdum á eignaumsýslusviði.
  • Undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni verkefna.
  • Samskipti við hönnuði, verktaka og aðra hagsmunaraðila.
  • Eftirlit með framvindu verkefna og að þau séu unnin samkvæmt áætlun, fjárhagsramma, gæðakröfur og gildandi lög og reglur.
  • Þátttaka í hönnunarferli nýframkvæmda.
  • Gerð fjárhagsáætlana og regluleg skýrslugerð til stjórnenda og eftirlitsaðila eftir þörfum.
  • Þátttaka í stefnumótun, þróun sviðsins og innleiðingu nýrra lausna.
  • Önnur tilfallandi verkefni á vegum umhverfis- og framkvæmdasviðs.
  • Tekur virkan þátt í gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í tækni – bygginga eða Iðnfræði eða önnur sambærileg menntun skilyrði.
  • Sveinsbréf í iðn- & tæknigreinum er kostur.
  • Þekking og reynsla á byggingaframkvæmdum er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á Verkefnastjórnun æskileg.
  • Reynsla af sambærileg starfi er kostur.
  • Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, hæfni til ákvarðanatöku og góð forgangsröðun.
  • Hæfni til að vinna undir álagi og halda mörgum verkefnum í gangi samtímis.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
  • Gild ökuréttindi.
  • Gert er ráð fyrir góðu orðspori og að framkoma og hegðun samrýmist starfi opinbers starfsmanns.
Fríðindi í starfi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published23. October 2025
Application deadline7. November 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.DrivePathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.Driver's licencePathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.MeticulousnessPathCreated with Sketch.Project management
Work environment
Professions
Job Tags