Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Menningar -og þjónustusvið - Sviðsstjóri

Reykjanesbær auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs Reykjanesbæjar.

Leitað er eftir framsýnum einstakling sem hefur brennandi áhuga á menningarmálum, hefur næmt auga fyrir skilvirkum og skapandi lausnum, ásamt því að þróa og samhæfa þjónustu við íbúa og gesti sveitarfélagsins. Starfið felur í sér yfirumsjón með menningarmálum, markaðs- og vefmálum, upplýsingatækni, ferða- og þjónustumálum, verkefnastofu, gæðamálum, stafrænni þróun og umbótum. Á sviðinu starfa sérfræðingar viðkomandi málaflokka þar sem unnið er þvert á önnur svið til að auka gæði þjónustu og bæta lífskjör og upplifun íbúa Reykjanesbæjar og gesta þeirra.

Markmið menningar- og þjónustusviðs Reykjanesbæjar er að veita góða, skilvirka og aðgengilega þjónustu og stuðla að öflugu og fjölbreyttu menningarlífi í bænum. Sviðið leiðir stafræna umbreytingu sveitarfélagsins, styður starfsfólk með upplýsingatækni og leiðir stærri umbótaverkefni verkefni þvert á svið. Horft er til þess að efla lífsgæði íbúa, styrkja ímynd Reykjanesbæjar og skapa jákvæða upplifun fyrir bæði gesti og íbúa sem eru í dag yfir 24 þúsund.

Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra. Bæjarráð Reykjanesbæjar ræður sviðsstjóra

Umsjón með ráðningu hefur mannauðssvið Reykjanesbæjar. Umsækjendur af öllum aldri og kyni eru hvattir til að sækja um starfið. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf umsækjanda.

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á stjórnun, stefnumótun og þjónustu stofnana sem heyra undir sviðið
  • Ber ábyrgð á innleiðingu stefnu Reykjanesbæjar og eftirfylgni verkefna á sviðinu
  • Ber ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum Reykjanesbæjar og samræmingu þeirra
  • Ber ábyrgð á verkefnastofu og samþættingu stefnumótunar innan sveitarfélagsins
  • Tryggir samræmingu í menningarmálum og viðburðahaldi stofnana
  • Undirbýr mál fyrir fagráð og fylgir eftir ákvörðunum
  • Leiðir áframhaldandi þróun og uppbyggingu sviðsins
  • Ber ábyrgð á framkvæmd þjónustusamninga sviðsins við ytri aðila
  • Hefur umsjón með fjárhagsáætlunargerð sviðsins í samstarfi við fagnefndir og annað starfsfólk
  • Ber ábyrgð á gerð starfsáætlunar fyrir þau verkefni sem heyra undir sviðið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun og stefnumótun á sviði þjónustu, menningar eða stafrænnar þróunar er mikill kostur
  • Þekking og reynsla af þeim málaflokkum sem undir starfið heyra
  • Góð þekking á opinberri stjórnsýslu og samstarfi við ólíka hagsmunaaðila
  • Afburða leiðtogahæfni og geta til að hvetja og leiða fjölbreytt teymi
  • Góð samskiptahæfni og hæfni til að miðla stefnu og sýn
  • Frjó og lausnamiðuð hugsun með næmt auga fyrir umbótatækifærum
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published24. October 2025
Application deadline6. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Flexibility
Professions
Job Tags