Financial Mechanism Office (FMO)
Financial Mechanism Office (FMO)
Financial Mechanism Office (FMO)

Deildarstjóri upplýsinga- og samskiptamála hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel

Við leitum að öflugum og reyndum deildarstjóra upplýsinga- og samskiptamála hjá skrifstofu Uppbyggingarsjóðs Evrópska efnahagssvæðisins (Financial Mechanism Office, FMO) í Brussel.

Hlutverk deildarstjóra upplýsinga- og samskiptamála er að stýra deild sérfræðinga í samskiptamálum sem vinnur með samstarfaðilum í viðtökuríkjum sjóðsins, sem og innan EES-ríkjanna, að því að kynna þau tækifæri sem styrkveitingar sjóðsins fela í sér. Upplýsingafulltrúinn heyrir undir framkvæmdastjóra FMO og er hluti af stjórnendateymi skrifstofunnar.

Á grundvelli EES-samningsins er Ísland hluti af innri markaði Evrópu. Meginmarkmið Uppbyggingarsjóðsins er að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði í Evrópu og styrkja tvíhliða samstarf milli EES-ríkjanna (Íslands, Liechtenstein og Noregs) og viðtökuríkja sjóðsins innan Evrópusambandsins.

Við erum nú að hefja nýtt fjármögnunartímabil þar sem styrkjum að fjárhæð 3,2 milljarða evra er úthlutað til fimmtán viðtökuríkja. Á sama tíma erum við að ljúka fyrra fjármögnunartímabili þar sem 2,8 milljörðum evra var úthlutað.

Advertisement published20. October 2025
Application deadline9. November 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Avenue des Arts 19H, 1000 Brussels, Belgium, 999 Belgium
Type of work
Professions
Job Tags