
Sveitarfélagið Hornafjörður
VELKOMIN TIL HORNAFJARÐAR – ÞAR SEM NÁTTÚRAN, SAMFÉLAGIÐ OG FRAMTÍÐIN MÆTAST
--------
Í Hornafirði býðst þér einstakt tækifæri til að lifa og starfa í einu af öflugustu og fallegustu sveitarfélögum landsins. Hér móta jöklar, fjöll og strandlengja stórbrotið landslag sem veitir bæði innblástur og ró.
Hornafjörður er barnvænt, öruggt og samhent samfélag með öfluga skóla, fjölbreytt tómstundastarf og trausta innviði. Uppbygging er í fullum gangi – í atvinnulífi, þjónustu og menningu – og framtíðin björt.
Hjá Sveitarfélaginu Hornafirði starfar öflugur og samheldin hópur fólks með metnað fyrir framtíð sveitarfélagsins. Íbúar í Hornafirði eru í dag rúmlega 2800 og hefur fjölgun síðustu ára verið á forsendum verðmætasköpunar en mikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu.
Ef þú leitar að lífsgæðum, nánara sambandi við náttúruna og samfélagi þar sem framlag þitt skiptir máli – þá er Hornafjörður rétti staðurinn fyrir þig.

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Við leitum að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga til að ganga til liðs við teymið okkar.
Auglýst er eftir deildarstjóra skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar, sem jafnframt gegnir hlutverki skipulagsfulltrúa. Þetta er lykilhlutverk fyrir þá sem vilja móta sjálfbæra og blómlega framtíð samfélagsins á einstökum stað. Ertu tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og leiða mikilvæga þróun?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með öflugu teymi sem samanstendur af umhverfisfulltrúa, byggingarfulltrúa og verkefnastjóra umhverfis- og skipulagsmála.
- Yfirumsjón með öllum skipulagsmálum sveitarfélagsins, þar á meðal gerð og breytingum á aðal- og deiliskipulagi.
- Umsjón með umhverfismálum sveitarfélagsins.
- Útgáfa og eftirlit með framkvæmdaleyfum.
- Aðstoð við túlkun skipulagsskilmála.
- Undirbúningur mála og seta funda umhverfis- og skipulagsnefndar.
- Umsjón með landupplýsingum, kortagrunnum, lóðamálum og lóðaúthlutunum, ásamt utanumhaldi um allar landeignir sveitarfélagsins.
- Gerð umsagna um laga- og reglugerðarbreytingar og skipulagsmál aðliggjandi sveitarfélaga sem varða starfsemi deildarinnar og hagsmuni sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
- Umsækjandi þarf að uppfylla hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu og mannaforráðum er kostur.
- Við leitum að vandvirkum og jákvæðum einstaklingi með mikinn drifkraft og frumkvæði.
- Umsækjandi þarf að vera sveigjanlegur, lipur í samskiptum og búa yfir ríkri þjónustulund.
- Hæfni til að vinna hratt og örugglega úr verkefnum er mikilvæg.
- Mjög góð færni í íslensku, bæði rituðu máli og töluðu.
- Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
Advertisement published15. October 2025
Application deadline31. October 2025
Language skills

Required
Location
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Type of work
Skills
Planning
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri hjá Opna Háskólanum
Háskólinn í Reykjavík

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Marketing Assistant
Costco Wholesale

Launaráðgjafi í Kjarna
Origo ehf.

Deildarstjóri teiknistofu
Norðurorka hf.

Deildarstjóri þjónustu
Norðurorka hf.

Tilboðsgerð, verkefnastjórn, smíðar ofl.
Ráðum

Mótastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ)
Rafíþróttasamband Íslands

Markaðsstjóri BM Vallá
BM Vallá

Sérfræðingur í landupplýsingum óskast á Akureyri
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Mannauðsstjóri - Employee Experience Manager
The Reykjavik EDITION