
Norðurorka hf.
Norðurorka hf. rekur fjölbreytta veitustarfsemi á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu.
Meginhlutverk fyrirtækisins er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfis raforku og rekstri fráveitu.
Norðurorka hf. er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).

Deildarstjóri þjónustu
Norðurorka leitar að tæknilega sinnuðum einstaklingi sem er fljótur að tileinka sér nýja færni og hefur ríka þjónustulund.
Í starfinu felst meðal annars ábyrgð á þróun stafrænna ferla, sjálfvirknivæðingu og innleiðingu nýrrar tækni í þjónustuferlum fyrirtækisins. Deildarstjóri vinnur náið með sviðsstjóra og öðrum teymum innan fyrirtækisins að því að tryggja skilvirka og góða þjónustu.
Fram undan eru fjölbreytt og spennandi verkefni á sviði þjónustuþróunar og stafrænna umbreytinga í veiturekstri Norðurorku.
Starfið er á þjónustusviði og næsti yfirmaður er sviðsstjóri þjónustusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða umbótaverkefni og innleiðing nýrra ferla og tækni
- Þróun rafrænna ferla og upplýsingagjafar, sjálfvirknivæðingu og AI lausna
- Ábyrgð á innra eftirliti sölumæla
- Skipulag úthringiverkefna
- Samskipti og verkefnastýring verktaka
- Eftirfylgni beiðna og ábendinga innan fyrirtækisins
- Öll almenn þjónusta
- Staðgengill sviðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
- Mjög góð þekking á upplýsingatækni
- Hæfni til að leiða teymi og vinna þvert á hópa
- Reynsla af þróun og sjálfvirknivæðingu stafrænna ferla æskileg
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Lausnamiðuð og framsýn nálgun í starfi
- Góð færni í vinnslu og framsetningu gagna
- Geta til að tileinka sér nýja færni og miðla henni til annarra
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsueflingarstyrkur
- Símtækjastyrkur
- Niðurgreitt mötuneyti
Advertisement published10. October 2025
Application deadline23. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Rangárvellir 4, 603 Akureyri
Type of work
Skills
PositivityHuman relationsIndependenceProject managementCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Deildarstjóri teiknistofu
Norðurorka hf.

Þjónustustjóri
Rúko hf

Mótastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ)
Rafíþróttasamband Íslands

Markaðsstjóri BM Vallá
BM Vallá

Mannauðsstjóri - Employee Experience Manager
The Reykjavik EDITION

Deildarstjóri – Leikskólinn Arnarberg
Hafnarfjarðarbær

Innkaupa sölu og þjónustustjóri
Ráðlagður Dagskammtur

Vice President, Customer Experience (Global)
Nox Medical

Hjúkrunardeildarstjóri flæðisdeildar
Landspítali

Aðstoðarforstöðumaður frístundar í Borgarnesi
Borgarbyggð

Þjónustustjóri Akureyrarflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær