
BM Vallá
BM Vallá gegnir forystuhlutverki í framleiðslu á steypu, steinsteyptum vörum, múr- og flotblöndum fyrir íslenskan byggingariðnað. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og stefnir fyrirtækið að kolefnishlutleysi árið 2030.
Við leggjum mikinn metnað í að skapa jákvætt starfsumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Sem fjölþjóðlegur vinnustaður fögnum við fjölbreytileika, ólíkum bakgrunni og menningu. Lögð er áhersla á góð starfsskilyrði, möguleika til starfsþróunar ásamt því að starfrækt er öflugt fræðslukerfi. Starfsfólk fær góðan hádegismat sér að kostnaðarlausu en greiðir aðeins hlunnindaskatt. Öflugt skemmtanastarf og margvíslegir viðburðir standa öllum til boða allt árið um kring og er ávallt lögð áhersla á fjölskylduvænar skemmtanir. Öryggismál, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í hávegum haft og hvetjum við starfsfólk til að leggja rækt við andlega og líkamlega heilsu.
BM Vallá er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf., sem á einnig Björgun-Sement. Hjá fyrirtækjunum starfar fjölbreyttur og samhentur hópur fólks að því að gera mannvirkjagerð á Íslandi umhverfisvænni.

Markaðsstjóri BM Vallá
BM Vallá óskar eftir að ráða metnaðarfullan markaðsstjóra sem mun jafnframt bera ábyrgð á faglegri þjónustustjórnun. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf þar sem viðkomandi mun leiða markaðsstarf fyrirtækisins, stýra umbótum og þróun þjónustu við viðskiptavini og styðja við áframhaldandi uppbyggingu vörumerkisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun og framkvæmd markaðsstarfs í samræmi við stefnu fyrirtækisins
- Gerð markaðsáætlana og samvinna við birtingarhús
- Ábyrgð á faglegri þjónustustjórnun og umbótum í þjónustuferlum
- Gerð markaðsefnis, textagerð og skapandi hugmyndavinna
- Greining markaðstækifæra og skilgreining markhópa
- Yfirumsjón og skipulag viðburða fyrir viðskiptavini
- Umsjón og eftirfylgni með styrkjamálum fyrirtækisins
- Stuðningur við innri markaðsmál
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræði, framhaldsmenntun í markaðsfræði er kostur
- Árangursrík reynsla af markaðsmálum og markaðssetningu
- Þekking á þjónustustjórnun og umbótaverkefnum
- Góð kunnátta í vefumsjón, stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum
- Reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu
- Jákvætt viðmót, frumkvæði og framúrskarandi samskiptahæfni
- Þekking á sjálfbærni og umhverfismálum
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published9. October 2025
Application deadline20. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Financial planningMarketingBusiness strategyProject managementEvent management
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Bókari
Atlas Verktakar ehf

Við leitum að hressum sölu- og þjónustufulltrúum
Síminn

Mótastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands (RÍSÍ)
Rafíþróttasamband Íslands

Viðskiptastjóri á innanlandssviði
Eimskip

Sérfræðingur - þróun á aksturs- og þjónustukerfi
Terra hf.

Ráðgjafi í kjara- og réttindamálum
Sameyki

Tollmiðlari
Aðföng

Starfsmaður á sviði stjórnmála, menningar og samskipta
Norska sendiráðið

Mannauðsstjóri - Employee Experience Manager
The Reykjavik EDITION

Deildarstjóri – Leikskólinn Arnarberg
Hafnarfjarðarbær

Innkaupa sölu og þjónustustjóri
Ráðlagður Dagskammtur

Vice President, Customer Experience (Global)
Nox Medical