
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Viðskiptastjóri á innanlandssviði
Eimskip leitar að framsæknum og árangursdrifnum einstaklingi til framtíðarstarfa í stöðu viðskiptastjóra í sölu og viðskiptastýringu á innanlandssviði.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með spennandi tækifærum í alþjóðlegu umhverfi.
Starf viðskiptastjóra felst í viðskiptastýringu á þjónustuafurðum Eimskip innanlands, sinna tilboðs-og samningamálum í góðu samstarfi og samvinnu við allar starfstöðvar Eimskips á Íslandi sem og alþjóðasviði.
Á Innanlandssviði starfa um 400 starfsmenn í fjölbreyttum störfum á 18 starfsstöðvum víðs vegar um landið. Sviðið er leiðandi í innanlandsflutningum og vörudreifingu, og sinnir jafnframt vöruhúsa- og frystigeymsluþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta, ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini
- Tilboðs-og samningagerð
- Vinna að markaðsgreiningum
- Koma á og viðhalda viðskiptasamböndum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Sölu- og samningafærni
- Greiningarhæfni
- Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Góð samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
- Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki sem inniheldur samgöngustyrk og styrki fyrir líkamsrækt, sálfræðiþjónustu og fleira
- Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
- Nútímaleg vinnuaðstaða
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Advertisement published8. October 2025
Application deadline22. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveContractsIndependencePlanningWorking under pressureCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum
Steypustöðin - námur ehf.

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Bókari
Atlas Verktakar ehf

Löggildur fasteignasali og/eða nemi til löggildingar óskast til starfa.
Borgir Fasteignasala

Við leitum að hressum sölu- og þjónustufulltrúum
Síminn

Markaðsstjóri BM Vallá
BM Vallá

Vátrygginga- og lífeyrisráðgjafi hjá Bayern Líf
Bayern líf

Akranes: Söluráðgjafi í fagsölu
Húsasmiðjan

Úthringistarf hjá Tryggingamiðlun Ísland
Tryggingamiðlun Íslands

Sérfræðingur - þróun á aksturs- og þjónustukerfi
Terra hf.

Ráðgjafi í kjara- og réttindamálum
Sameyki

Tollmiðlari
Aðföng