

Bókari
Atlas verktakar leita að bókara til starfa í fjármálateymi félagsins. Við bjóðum upp á skemmtilegt og persónulegt vinnuumhverfi á lifandi vinnustað.
Færsla og afstemming bókhalds
Aðstoð við gerð mánaðarlegra uppgjöra
Aðstoð við gerð sölureikninga og innheimtu þeirra
Færsla kostnaðarbókhalds og utanumhald um kostnað verkefna
Launavinnsla, eftirlit með launaskráningum og útborgun launa
Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin af yfirmanni
Reynsla og þekking á færslu bókhalds
Góð þekking og færni á DK hugbúnaði eða öðrum bókhaldskerfum
Góð þekking og færni á Excel
Reynsla af launavinnslu er kostur.
Viðurkennt bókaranám eða annað hagnýtt nám sem nýtist í starfi er kostur
Frumkvæði, drifkraftur, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
Góðir samskiptahæfileikar













