
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Deildarstjóri Öldunnar
Aldan býður upp á hæfingu og virkniþjálfun fyrir fólk, 18 ára og eldri með skerta starfsgetu.
Í Öldunni fer fram starfs- og félagsþjálfun þar sem áhersla er lögð á að viðhalda og auka sjálfstæð vinnubrögð, starfsþrek og félagslega færni sem miðar að því að auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi og á almennum vinnumarkaði. Starfað er samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Við leitum að deildarstjóra sem hefur skýra framtíðarsýn, góða leiðtogahæfileika og með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í stefnumótun um þjónustu við fatlað fólk
- Forysta í faglegu starfi og skipulagi
- Veitir leiðsögn til starfsmanna og leiðbeinenda
- Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast Öldunni
- Útbúa einstaklingsáætlanir, fylgja eftir að unnið sé eftir þeim
- Deildarstjóri er staðgengill í fjarveru forstöðumanns
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í iðju- eða þroskaþjálfun
- Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg
- Þekking á starfsemi hæfingarstöðva og verndaðra vinnustaða
- Góðir skipulags-, stjórnunar- og leiðtogahæfileikar
- Frumkvæði, vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum ásamt ríkri þjónustulund
- Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
36 klst vinnuvika
Heilsustyrkur
Advertisement published23. October 2025
Application deadline6. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Sólbakki 4, 310 Borgarnes
Type of work
Skills
ReliabilityDriveProfessionalismClean criminal recordPositivityHuman relationsAmbitionDriver's licenceTeam workCare (children/elderly/disabled)
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Mannauðsstjóri (tímabundið 16.mánaða starf)
AÞ-Þrif ehf.

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsfólk á Heimili fyrir börn
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Director Line Maintenance
Air Atlanta Icelandic

Spennandi starf í skaðaminnkandi íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri upplýsinga- og samskiptamála hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel
Financial Mechanism Office (FMO)

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Arnarskóli

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Skemmtilegt starf á Íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri skipulags-, umhverfis- og byggingardeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður