Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Akademísk staða í Viðskipta-og hagfræðideild

Viðskipta-og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) auglýsir eftir kennara á sviði stjórnunar. Ráðið verður í stöðu lektors, dósents eða prófessors og verður starfsheiti ákvarðað út frá formlegu hæfnismati. Reiknað er með að umsækjandi komi til starfa á fyrri hluta árs 2026, í síðasta lagi í ágúst 2026.

STARFSSVIÐ

  • Rannsóknir á sviði stjórnunar og tengdra sviða.
  • Kennsla í stjórnunarnámskeiðum og aðferðafræði í grunnnámi og meistaranámi.
  • Leiðsögn lokaverkefna nemenda í grunnnámi og framhaldsnámi.
  • Þátttaka í stjórnsýslu deildarinnar, þar með talin þróun á námslínum og námsframboði.

HÆFNISKRÖFUR

  • Doktorspróf í stjórnun eða tengdum greinum.
  • Færni og reynsla af rannsóknarstörfum staðfest af birtum ritverkum á viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi.
  • Reynsla af háskólakennslu og metnaður í þróun kennsluaðferða.
  • Framúrskarandi enskukunnátta er skilyrði.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.

Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík eigi síðar en 15. desember. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Umsóknarbréf þar sem fram kemur hvort umsækjandi sækir um starf lektors, dósents eða prófessors.
  • Starfsferilskrá ásamt ritaskrá.
  • Afrit af viðeigandi prófskírteinum.
  • Yfirlit um fyrirhugaðar rannsóknir (e. research statement).
  • Afrit af þremur til fimm birtum ritverkum.
  • Yfirlit um fyrirhugaða kennslu og nálgun umsækjanda í kennslu (e. teaching statement).
  • Gögn til vitnis um árangur í kennslu.
  • Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri og geta stutt umsóknina.

Nánari upplýsingar veita dr. Katrín Ólafsdóttir ([email protected]) forseti viðskipta- og hagfræðideildar og mannauðssvið HR ([email protected]). Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Advertisement published23. October 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags