

Deildarstjóri innkaupadeildar
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala leitar að öflugum og framsýnum deildarstjóra á innkaupadeild til að leiða metnaðarfulla uppbyggingu og þróun deildarinnar sem fyrirhuguð er á næstu árum. Markmið innkaupadeildar er að tryggja skilvirk og hagkvæm innkaupaferli sem styðja við öfluga heilbrigðisþjónustu.
Innkaupadeild spítalans samanstendur af 18 sérfræðingum sem sinna útboðum, verðfyrirspurnum, samningagerð og samningastjórnun. Deildin vinnur í nánu samstarfi við fagfólk Landspítala og birgja, greinir þörf fyrir vörur og þjónustu og stuðlar að hagkvæmum innkaupalausnum sem tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu
Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni, getu til að stjórna breytingum og móta jákvætt starfsumhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði, drifkrafti og brennandi áhuga á að starfa með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans.
Starfshlutfall er 100% og er upphafsdagur starfs eftir nánara samkomulagi.































































