

Almennur læknir - tímabundið starf innan líknarlækninga
Laust er til umsóknar starf almenns læknis innan líknarlækninga á Landspítala. Starfið er tímabundið til 6-12 mánaða og er upphaf starfs 1. maí 2025 eða samkvæmt samkomulagi.
Í starfinu felst klínísk vinna fyrst og fremst á legudeild líknardeildar í Kópavogi en einnig heimavitjanir með sérhæfðri líknarheimaþjónustu HERU. Þá er möguleiki á þátttöku í göngudeildarþjónustu Líknarteymis, ýmist í Kópavogi eða Hringbraut. Ávallt er náið samstarf við sérfræðilækna líknarþjónustu.
Starfið nýtist sérlega vel þeim sem hafa hug á sérnámi í almennum lyflækningum eða öðrum undirsérgreinum lyflækninga en einnig flestum öðrum klínískum sérgreinum læknisfræðinnar.
Athugið að auglýst staða telst hvorki til formlegs sérnáms né sérfræðiréttinda á Íslandi eða í öðrum Evrópuríkjum.
Unnið er eftir starfslýsingu og undir skipulagðri handleiðslu sérfræðilæknis.



























































