

Sálfræðingur - Sálfræðiþjónusta í krabbameinsþjónustu
Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa metnaðarfullan og sjálfstæðan sálfræðing með góða samskiptafærni og áhuga á fjölbreyttu starfi í þverfaglegu spítalaumhverfi.
Starf sálfræðings í krabbameinsþjónustu Landspítala felur í sér að vinna með fjölbreyttum hópi fólks sem er að takast á við krabbamein. Markmið sálfræðiþjónustunnar er að hjálpa fólki að tileinka sér sálfræðilegar aðferðir til að takast á við sálrænan og líkamlegan vanda í tengslum við veikindin. Þetta felur í sér greiningu á vanda, meðferð og fræðslu.
Um er að ræða faglega krefjandi starf á spennandi vettvangi fyrir sálfræðinga sem hafa áhuga á nýsköpun og framþróun í starfi. Landspítali er þverfaglegur vinnustaður og býður upp á líflegt starfsumhverfi.
Hjá sálfræðiþjónustunni starfa 80 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum spítalans. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið að fjölbreyttum umbótaverkefnum. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu í greiningu og meðferð. Lögð er áhersla á að sálfræðingar á Landspítala fái öfluga handleiðslu og símenntun í faginu.






























































