

Hjúkrunarfræðingur á bráðaöldrunarlækningadeild Fossvogi
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á bráðaöldrunarlækningadeild B-4 Fossvogi. Deildin er 20 rúma og er meginstarf hennar greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Markvisst er unnið að umbótum í starfi og umhverfi og höfum við lagt áherslu á byltuvarnir, sýkingavarnir og fyrirbyggingu lyfjaatvika.
Á deildinni starfa um 50 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Við leggjum áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart samstarfsfólki og vinnustaðnum okkar. Í boði er góð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum.
Unnið er á þrískiptum vöktum og er starfshlutfall samkomulag. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í .






























































