

Verkefnastjóri skólaþjónustu grunnskóla
Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra skólaþjónustu grunnskóla í Garðabæ. Leitað er að framsæknum einstaklingi með skýra sýn. Viðkomandi þarf að hafa metnað fyrir menntun og uppeldi barna og brenna fyrir velferð þeirra í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra. Í Garðabæ eru starfandi 8 grunnskólar, 17 leikskólar og einn tónlistarskóli. Skólar í Garðabæ mynda samstæða heild sem stuðlar að því að jafnræði sé í menntun barna og ungmenna. Skólaþjónusta Garðabæjar er sameiginleg fyrir leik- og grunnskóla.
Verkefnastjóri skólaþjónustu grunnskóla mótar og þróar ferla skólaþjónustu á grundvelli þrepskipst stuðnings í samstarfi við starfsfólks fræðslu- og frístundasviðasviðs og skóla. Viðkomandi tekur þátt í stefnumótun í skólaþjónustu í takt við Menntastefnu Garðabæjar og gildandi lög/reglugerðir.
- Leiðir skólaþjónustuteymi leik- og grunnskóla ásamt sérkennslufulltrúa á grundvelli þrepskipts stuðnings
- Stuðlar að samþættingu skólaþjónustu
- Heldur utan um mótun verkferla og þróun skólaþjónustu
- Almenn fræðsla og upplýsingagjöf
- Stuðningur við forráðamenn, börn og starfsfólk með ráðgjöf og fræðslu
- Gerð kennslu-, þjálfunar- og meðferðaáætlana í samstarfi við skóla
- Fylgir eftir verkferlum farsældar innan grunnskóla
- Umsjón, þátttaka og/eða ráðgjöf vegna þróunar- og frumkvöðlaverkefna
- Háskólapróf á sviði kennslu-, og uppeldis
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og/eða reynsla á sviði skólaþjónustu
- Þekking og/eða reynsla á sviði kennslu
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Enskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Þekking og/eða reynsla á sviði stjórnunar er kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Sjálfstæði, frumkvæði og vilji til þátttöku í þverfaglegu samstarfi
- Lausnarmiðuð hugsun






















