Álfhólsskóli
Álfhólsskóli
Álfhólsskóli

Kennarar á yngsta- og miðstigi í Álfhólsskóla 2025-2026

Við í Álfhólsskóla leitum að skapandi, faglegum og áhugasömum kennara í umsjón og kennslu á yngsta- og miðstigi fyrir skólaárið 2025-2026.

Í Álfhólsskóla eru um 600 nemendur í 1.-10. bekk og um 130 starfsmenn. Skólinn byggir á langri sögu um framsækið og árangursríkt skólastarf. Starfið einkennist af fjölbreyttum kennsluháttum, áherslu á læsi, teymiskennslu og leiðsagnarnám. Allir nemendur skólans eru með spjaldtölvur. Álfhólsskóli er fjölmenningarlegur skóli sem leggur áherslu á inngildingu allra nemenda. Í skólanum eru starfrækt námsver fyrir nemendur með einhverfu. Álfhólsskóli er réttindaskóli Unicef. Skólinn hefur mótað eigin skólamenningaráætlun ,,Öll sem eitt". Skólinn er jafnframt Grænfána- og Heilsueflandi skóli.

Einkunnarorð skólans eru : menntun - sjálfstæði - ánægja.

Helstu verkefni og ábyrgð

 Umsjón og kennsla þar sem áhersla er lögð á þematengt verkefnamiðað leiðsagnarnám.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu
  • Reynsla af umsjónarkennslu á yngsta- og miðstigi æskileg
  • Þekking og reynsla á teymiskennslu æskileg
  • Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Mjög góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Advertisement published14. March 2025
Application deadline28. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Álfhólsvegur 120, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags