

Menntasvið Reykjanesbæjar - Kennsluráðgjafi
Skrifstofa menntasviðs Reykjanesbæjar óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga skólaþjónustu. Við störfum í árangursríku og þverfaglegu menntasamfélagi og bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og sveigjanlegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á teymisvinnu, fagmennsku og farsæld ásamt tækifærum til starfsþróunar.
Hjá okkur ríkir menning sem hvetur og viðheldur stöðugri endurnýjun og framþróun meðal allra þeirra sem koma að menntun og uppeldi í þeim sameiginlega tilgangi að styrkja og efla börn og ungmenni. Í skólaþjónustu Reykjanesbæjar starfar samhentur hópur fagfólks sem hefur það að leiðarljósi að veita þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra með opnum hug og gleði í hjarta. Þjónustan tekur mið af menntastefnu sveitarfélagsins þar sem leiðarljósin eru börnin mikilvægust, kraftur fjölbreytileikans og faglegt menntasamfélag.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
- Kennsluráðgjöf við leik- og grunnskóla ásamt þátttöku í þverfaglegu ráðgjafateymi skólaþjónustu, þar á meðal þátttaka í nemendaverndarráði.
- Ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsfólk leik- og grunnskóla vegna einstaklinga og/eða hópa með fjölbreyttar þarfir.
- Handleiðsla og stuðningur til starfsfólks leik- og grunnskóla vegna fjölbreyttra og árangursríkra kennsluhátta með áherslu á snemmbæran stuðning.
- Stuðningur við endurmenntun, nýbreytni- og þróunarstarf leik- og grunnskóla, m.a. ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk til að efla þá í starfi og stuðla að samstarfi.
- Faglegt samstarf við aðra þjónustuveitendur innan og utan sveitarfélags.
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Viðbótarmenntun á sviði kennslu- og menntunarfræða og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af kennslufræðilegri ráðgjöf og/eða kennslufræðilegri forystu.
- Þekking og reynsla á fjölbreyttum náms- og kennsluaðferðum.
- Reynsla af starfi í skólaþjónustu sveitarfélaga og/eða skipulagi stoðþjónustu skóla er kostur.
- Reynsla af skipulagningu, framkvæmd og eftirfylgni verkefna.
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
- Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Jákvætt viðhorf, sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun.
- Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta í rituðu og mæltu máli.
- Hreint sakavottorð.
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó












