

Tónmenntakennara vantar í Salaskóla
Við leitum að tónmenntakennara í okkar frábæra hóp kennara í Salaskóla.
Í Salaskóla er góður starfsandi og starfsumhverfi gott. Fagfólk vinnur saman í teymisvinnu við undirbúning og skipulag skólastarfsins og nýtir þverfaglega nálgun í samstarfi um farsæld og velferð nemenda. Skólaþróun hefur verið ríkur þáttur í starfinu og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Rauður þráður í starfi skólans er að nemendur fái að njóta sín við nám og leik og að þeim líði vel í skólanum. Salaskóli var stofnaður árið 2001 og nemendur eru um 530 í 1.-10. bekk. Við skólann starfa um 100 starfsmenn.
Að mestu leyti er um að ræða tónmenntakennslu á yngsta stigi og miðstigi, auk möguleika á valgreinum í unglingadeild, hljómsveitar- og/eða kórastarfi sem og stoðtímum með sértæka hópa.
Ráðningartími og starfshlutfall
- Um er að ræða 100% starf með ráðningu frá 1. ágúst 2025.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og kennsluréttindi í grunnskóla.
- Menntun og reynsla á sviði tónmenntakennslu.
- Vilji og hæfni til teymisvinnu.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi.
- Samstarfshæfni og stundvísi.
- Vera tilbúin/n að vinna eftir stefnu skólans.
- Hafa getu og vilja til að koma fram á skólatengdum viðburðum með aðilum skólasamfélagsins.
- Skilyrði að geta átt samskipti við aðila skólasamfélagsins á íslensku.
Nánari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að heimila upplýsingaöflun úr sakaskrá.
Upplýsingar gefur Kristín Sigurðardóttir skólastjóri, [email protected] eða í síma 840-2393.
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sund í sundlaugum bæjarins.












