

Umsjónarkennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli auglýsir eftir umsjónarkennurum í 1. - 7. bekk. Í skólanum eru 480 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 90 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar.
Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda Menntastefnu Garðabæjar. Læsi og leiðsagnarnám skipa stóran sess og þjónusta við nemendur með sérþarfir er öflug. Nánari upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni www.hofsstadaskoli.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir kennslu og hefur umsjón með nemendahópi
- Skipuleggur nám og kennslu nemenda
- Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska
- Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
- Tekur þátt í teymisvinnu með umsjónarkennurum í árgangi ásamt öðrum fagaðilum sem koma að nemendum
- Vinnur að þróun skólastarfs í samráði við stjórnendur og samstarfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
- Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. evrópska tungumálarammanum
- Leikni í fjölbreyttum kennsluháttum
- Reynsla af kennslu í grunnskóla
- Reynsla af Leiðsagnarnámi æskileg
- Lipurð í samskiptum ásamt metnaði í starfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, stundvísi og samviskusemi
- Ánægja af starfi með börnum og ungmennum
- Þekking á uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar er æskileg
Advertisement published11. March 2025
Application deadline27. March 2025
Language skills

Required
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsIndependence
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Kennari í sviðslistum í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Kennarar á yngsta- og miðstigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Staða skólastjóra Brekkubæjarskóla laus til umsóknar
Brekkubæjarskóli

Leikskólakennari
Leikskólinn Jöklaborg

Tónmenntakennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Leikskólakennari
Leikskólinn Álfaborg

Umsjónarkennari í 1. - 4. bekk skólaárið 2025-26
Smáraskóli

Menntasvið Reykjanesbæjar - Kennsluráðgjafi
Reykjanesbær

Verkefnastjóri skólaþjónustu grunnskóla
Garðabær

Tónmenntakennara vantar í Salaskóla
Salaskóli

Deildarstjóri stoðþjónustu
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Deildarstjóri eldra stigs skólaárið 2025 - 2026
Hólabrekkuskóli