

Viltu leiða stafræna þróun og upplýsingatækni?
Við leitum að framsýnum og skipulögðum upplýsingatæknistjóra sem mun leiða stafræna þróun og upplýsingatækni í öflugum og samfélagslega mikilvægum rekstri. Um er að ræða lykilhlutverk sem tengir saman stefnu, tækni og daglegt starf.
Upplýsingatæknistjóri ber ábyrgð á stefnumótun, forgangsröðun og innleiðingu upplýsingatækni í nánu samstarfi við stjórnendur, starfsfólk og ytri hagsmunaaðila.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs heimilanna og náin samvinna er við verkefnastjóra tæknimála og stjórnendur.
Hjúkrunarheimilin okkar eru óhagnaðardrifnar sjálfseignarstofnanir, með yfir 700 starfsmenn. Okkar markmið er að veita persónulega þjónustu á faglegan og ábyrgan hátt. Íbúar og skjólstæðingar eru í forgrunni með virðingu, vellíðan og virkni að leiðarljósi í öllu okkar starfi.
Stefnumótun og forgangsröðun upplýsingatækni
- Móta og innleiða heildarstefnu í upplýsingatækni í samræmi við markmið heimilanna.
- Forgangsraða tækniverkefnum og tryggja samræmi við rekstur og framtíðarsýn.
- Fylgjast með þróun tækni og „best practice“, sérstaklega innan heilbrigðisgeirans.
Verkefnastjórn og innleiðingar
- Leiða innleiðingu nýrra kerfa og stafrænna lausna frá upphafi til enda.
- Stýra breytingarverkefnum og tryggja faglega verkefnastjórn, gæði og árangur.
- Vinna náið með ytri þjónustuaðilum og birgjum.
Net- og upplýsingaöryggi
- Móta stefnu í net- og upplýsingaöryggi í samstarfi við lykilaðila.
- Tryggja samræmi við lög, reglur og viðeigandi staðla.
- Forgangsraða öryggisverkefnum og taka þátt í viðbrögðum við öryggisatvikum.
Starfæn þróun og nýsköpun
- Greina tækifæri til stafrænnar framþróunar og nýsköpunar í starfseminni.
- Leiða þróunar- og tilraunaverkefni, m.a. tengd gervigreind og Microsoft 365.
- Vinna með starfsfólki að því að skilgreina þarfir og hagnýtar lausnir.
Fræðsla, ráðgjöf og breytingastjórnun
- Skipuleggja fræðslu og styðja starfsfólk í innleiðingu nýrrar tækni og vinnubragða.
- Veita stjórnendum ráðgjöf um upplýsingatæknimál og stafræna þróun.
- Stuðla að markvissri nýtingu tæknilausna í daglegu starfi.
Samningar, birgjar og eftirfylgni
- Leiða samskipti og samningagerð við helstu tæknibirgja.
- Fylgjast með þjónustugæðum, kostnaði og árangri verkefna.
- Kynna stöðu og framvindu upplýsingatæknimála fyrir stjórnendur.
Við leitum að einstaklingi með traustan faglegan grunn og reynslu sem nýtist í leiðandi hlutverki á sviði upplýsingatækni.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunarfræði, upplýsingatækni, verkfræði eða sambærilegra greina eða mjög víðtæk reynsla. Meistaranám er kostur.
- Reynsla af verkefnastjórn og innleiðingu tæknilausna, þar sem unnið er markvisst að breytingum frá hugmynd til innleiðingar.
- Geta til að vinna sjálfstætt og skipulega, forgangsraða fjölbreyttum verkefnum og halda utan um flókið samstarf.
- Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna með öllu okkar starfsfólki í daglegu starfi.
- Skýr viðskiptaskilningur og hæfni til að tengja tæknilausnir við þarfir, markmið og þjónustu heimilanna.
- Jákvætt og lausnamiðað hugarfar, frumkvæði og vilji til að þróa og bæta stafræna þjónustu.
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
Til viðbótar er mikill kostur er ef umsækjandi hefur reynslu eða þekkingu af eftirfarandi:
- Leiðtogahlutverki í breytinga- eða þróunarverkefnum
- Þekkingu á kröfum sem gerðar eru til heilbrigðisstofnana í upplýsingatæknimálum
- Fræðslu eða innleiðingu nýrra kerfa og vinnubragða
- Net- og upplýsingaöryggi eða áhuga á að þróa slíka þekkingu
- Stafrænni nýsköpun, gervigreind eða þróun heilbrigðistækni
- Microsoft 365 umhverfi, sérstaklega Teams, SharePoint og Copilot
- Formlegum vottunum á sviði verkefnastjórnunar eða UT mála
Íslenska
Enska














