Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Deildarstjóri í upplýsingatækni

Kópavogsskóli leitar eftir deildarstjóra í upplýsingatækni. Um er að ræða tímabundna stöðu fyrir skólaárið 2026 - 2027, mjöguleiki er á að hefja starf fyrr.

Deildarstjóri í upplýsingatækni er faglegur leiðtogi í upplýsingatækni í kennslu og skólastarfi og veitir kennslufræðilega- og tæknilega ráðgjöf og stuðning.

Deildarstjóri vinnur undir stjórn skólastjóra og í nánu samstarfi við starfsmenn skóla og menntasviðs Kópavogsbæjar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Faglegur leiðtogi innan skóla í að stuðla að framþróun og nýbreytni kennsluaðferða, kennsluhátta og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.
  • Veitir kennurum kennslufræðilega aðstoð er varðar skipulag og undirbúning kennslu sem lýtur að upplýsingatækni.
  • Ábyrgð á uppsetningu, viðhaldi og eftirliti með tölvum, jaðar- og hugbúnaði nemenda og kennara í grunnskólum.
  • Veitir starfsfólki tæknilega ráðgjöf og stuðning.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennsluréttindi og kennslureynsla í grunnskólastigi.
  • Reynsla og þekking á sviði upplýsingatækni í skólastarfi æskileg.
  • Framhaldsnám á sviði upplýsingatækni í skólastarfi eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi æskilegt.
  • Grunnþekking í tækni, á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar, æskileg.
  • Skipulags- og samstarfshæfileikar.
  • Faglegur metnaður og brennandi áhugi á þróun upplýsingatækni í skólastarfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, lausnamiðað og jákvætt hugarfar.
  • Góð færni í íslensku í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur6. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar