Tryggingastofnun
Tryggingastofnun

Forritari á sviði stafrænnar þróunar

Langar þig að starfa í framsæknu tækniumhverfi með öflugu, samhentu starfsfólki, þar sem áhersla er lögð á þróun og nýsköpun? Þá gæti svið stafrænnar þróunar hjá Tryggingastofnun (TR) verið rétti staðurinn fyrir þig.

Við leitum að drífandi forritara með traustan tæknilegan bakgrunn sem hefur áhuga á að byggja upp og starfa í öflugu teymi.

Hjá TR færðu tækifæri til að vinna að þróun nýrra lausna, bæta og þróa núverandi kerfi og taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem styðja við stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Forritun og þróun í kerfum TR 
  • Forritun og viðhald tenginga við ytri kerfi 
  • Framþróun og endurbætur á upplýsingakerfum TR 
  • Þátttaka í nýjungum og umbótaverkefnum á sviði Stafrænnar þróunar 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða öðru háskólanámi sem nýtist í starfi 
  • Starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg 
  • Þekking og reynsla af TypeScript, React (Next.js), .NET Core, C#, REST og PL/SQL 
  • Reynsla og skilningur á DevOps-ferlum (t.d. CI/CD, Azure DevOps) er kostur
  • Reynsla af Docker, Git er kostur
  • Reynsla af hönnun, þróun og viðhaldi tæknilegs arkitektúrs er kostur 
  • Reynslu af teymisvinnu, t.d. Agile/Scrum 
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð  
  • Góð samvinnu- og samskiptahæfni 
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku 
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur4. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar