
Tryggingastofnun
Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarþjónustu Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna.
Hjá TR starfa um 100 starfmenn með hátt menntunarstig og mikla fagþekkingu. Starfsfólki er boðið upp á nútímalegt vinnuumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi, sveigjanlegur vinnutími og mikil samvinna.
Forritari á sviði stafrænnar þróunar
Langar þig að starfa í framsæknu tækniumhverfi með öflugu, samhentu starfsfólki, þar sem áhersla er lögð á þróun og nýsköpun? Þá gæti svið stafrænnar þróunar hjá Tryggingastofnun (TR) verið rétti staðurinn fyrir þig.
Við leitum að drífandi forritara með traustan tæknilegan bakgrunn sem hefur áhuga á að byggja upp og starfa í öflugu teymi.
Hjá TR færðu tækifæri til að vinna að þróun nýrra lausna, bæta og þróa núverandi kerfi og taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem styðja við stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Forritun og þróun í kerfum TR
- Forritun og viðhald tenginga við ytri kerfi
- Framþróun og endurbætur á upplýsingakerfum TR
- Þátttaka í nýjungum og umbótaverkefnum á sviði Stafrænnar þróunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða öðru háskólanámi sem nýtist í starfi
- Starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg
- Þekking og reynsla af TypeScript, React (Next.js), .NET Core, C#, REST og PL/SQL
- Reynsla og skilningur á DevOps-ferlum (t.d. CI/CD, Azure DevOps) er kostur
- Reynsla af Docker, Git er kostur
- Reynsla af hönnun, þróun og viðhaldi tæknilegs arkitektúrs er kostur
- Reynslu af teymisvinnu, t.d. Agile/Scrum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Góð samvinnu- og samskiptahæfni
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur4. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Frontend Software Engineer
Tern Systems

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Fjölbreytt sumarstörf hjá Veitum
Veitur

Sumarstarf hjá Carbfix
Carbfix

Ertu Jira/Atlassian gúrú?
Sensa ehf.

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu
Seðlabanki Íslands

Sumarstörf 2026 - Orkuveitan
Orkuveitan

Fjölbreytt sumarstörf hjá Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Sumarstörf hjá Verði
Vörður tryggingar

Verkefnastjóri framkvæmda
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í hagtölum um innflytjendur
Hagstofa Íslands

Verk- eða tæknifræðingur með áherslu á verkefnastjórnun
Stéttafélagið ehf.