
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir og heimilisdeildir. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% skjólstæðinga útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Aðstoðardeildarstjóri á Eir, blundar í þér stjórnandi?
Eir óskar eftir metnaðarfullum, áhugasömum og hressum hjúkrunarfræðingi í stöðu aðstoðardeildarstjóra í fullt starf.Þriðja hæð heimilisins er blönduð deild með 40 íbúum og tveimur hvíldarrýmum. Við leggjum áherslu á heimilislegan brag, jákvæðni, samvinnu og samveru. Mikil áhersla er lögð á að starfsfólk fái þjálfun við að mæta sérþörfum heimilismanna.
Mikilvægt er að viðkomandi geti tekið þátt í teymisvinnu, setið fjölskyldufundi og verið í samskiptum við ættingja. Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með öðrum stjórnendum og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum, vellíðan og öryggi sjúklinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og skipulagning á hjúkrunarþjónustu í samráði við deildarstjóra.
- Aðstoðardeildarstjóri er staðgengill hjúkrunardeildarstjóra.
- Sérstök ábyrgð á tilteknum verkefnum og gæðastarfi.
- Almenn störf hjúkrunarfræðings/vaktstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi er skilyrði.
- Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður.
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni.
- Stjórnunarreynsla er kostur.
- Reynsla af RAI-mælitækinu er kostur.
- Góð íslenskukunnáttu er skilyrði
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaFrumkvæðiHjúkrunarfræðingurJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSkipulagTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Hjúkrunarfræðingur í innlagnastjórn
Landspítali

Skurðhjúkrunarfræðingur á göngudeild augnsjúkdóma
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur á bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í verkefnavinnu samhliða klínisku starfi á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Blóðbankinn Kringlan
Landspítali

Hjúkrunarnemar á 2.-4. ári - Hlutastörf með námi á bráðadagdeild lyflækninga
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur óskast á heilsugæslu HSU Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
Landspítali

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa - sumarstarf
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Hjúkrunarfræðingur í augnaðgerðum - Lentis ehf
Augnlæknar Reykjavíkur

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á sérhæfðri endurhæfingardeild aldraðra
Landspítali