
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru Fagmennska, Virðing og Metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.

Hugbúnaðarsérfræðingur
VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður leitar að metnaðarfullum og framsæknum hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í þróun, viðhaldi og uppbyggingu hugbúnaðarlausna sem styðja við mikilvæga þjónustu VIRK. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu VIRK í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun bakendalausna í .NET
- Hönnun og þróun REST API lausna og samþættingar við ytri kerfi
- Umsjón með útgáfustjórnun og vinnuferlum (Git/GitHub) í þróunarumhverfi VIRK
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Yfirgripsmikil þekking og góð reynsla af því að smíða bakendalausnir í .NET
- Reynsla af REST API hönnun og þróun
- Hefur tileinkað sér DevOps hugsun
- Góð skipulagshæfni
- Mjög góð hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í vinnubrögðum
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Gott vald á íslensku og ensku
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur17. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
KPMG á Íslandi

Solution Architect – Mobile Applications | Embla Medical
Embla Medical | Össur

Forritari á sviði stafrænnar þróunar
Tryggingastofnun

Software Engineer – Full-Stack
Parka Lausnir ehf.

Linux kerfisstjórn og forritun
1984 ehf

OK leitar að kerfisstjóra
OK

Sumarstörf hjá Alvotech / Summer positions at Alvotech
Alvotech hf

Sérfræðingur í gæðatryggingardeild (QA Specialist)
Kerecis

Framenda / Full stack forritari (Software Developer)
Five Degrees ehf.

Sumarstörf hjá Advania
Advania

Frontend Software Engineer
Tern Systems

Software Engineer
Ripple