EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá EFLU starfa um 400 starfsmenn í samstæðu fyrirtækisins á Íslandi og erlendis. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að auka virði fyrir viðskiptavinina með því að veita bestu mögulegu þjónustu og lausnir.
Vilt þú móta framtíð iðnaðar með okkur?
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfskrafti í teymi stjórnkerfa á iðnaðarsviði EFLU. Starfið býður upp á tækifæri til að starfa í öflugu teymi með reyndum sérfræðingum og vinna að fjölbreyttum og spennandi verkefnum er tengjast hönnun stjórnkerfa í iðnaðarumhverfi og fyrir tæknikerfi bygginga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og teikningar á stýriskápum og kraftskápum
- Forritun og prófanir á stjórnkerfum fyrir iðnað og byggingar
- Hönnun ljósastýringa
- Vinna við sérhæfð hússtjórnarkerfi svo sem Siemens, Honeywell ofl.
- Vinna við iðnstýrikerfi svo sem Rockwell, Schneider og Siemens
- Efnisval og samþykktir
- Þjónusta við viðskiptavini
- Verkefnastýring
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem á sviði hátækni-, rafmagns-, eða heilbrigðisgreina.
- Reynsla af rafmagni og stýringum er kostur
- Áhugi á tækninýjungum er nauðsynleg
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Þjónustulipurð og færni í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Forstöðumaður Veitna
Fjarðabyggð
Tæknimaður á viðhaldssviði
Linde Gas
Rafvirki / rafiðnfræðingur / tæknifræðingur
Orkubú Vestfjarða ohf
Verkfræðingur á þróunarsviði
Embla Medical | Össur
Maintenance Engineer - Mechanical
Climeworks
Maintenance Engineer - Mechanical (12 month contract)
Climeworks
Nýtist þín orka í hleðsluteymi ON?
Orka náttúrunnar
Ert þú rafmagnaður rafvirki?
Orkusalan
Hönnuður í rafveitu
Veitur
Þekkir þú kæli- og frystibúnað?
Frystikerfi Ráðgjöf ehf
Sérfræðingur í stjórnkerfum
Lota
Tímabundið starf - Sumarstarf
Verkfræðistofan Vista ehf