Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar framleiðir ekki bara umhverfisvæna orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki heldur leggur líka ríka áherslu á rannsóknir og nýsköpun til að tryggja komandi kynslóðum betri lífsgæði.
Vernda, styrkja og endurheimta er grunnstefið í umgengni ON við náttúruna og er stolt starfsfólksins.
Orka náttúrunnar hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2030. Mörg skref hafa verið tekin í þá átt og hafa sömuleiðis mörg verkefni, sem unnin eru í samstarfi við okkar fremsta vísindafólk, hlotið verðskuldaða athygli víða um heim.
Nýtist þín orka í hleðsluteymi ON?
Orka náttúrunnar er leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku.
Tæknifólk hleðsluteymis Orku náttúrunnar tekur virkan þátt í orkuskiptum í samgöngum.
Í starfinu felast fjölbreytt og spennandi verkefni við enn frekari uppbyggingu hleðslunets ON ásamt viðgerðum og viðhaldi á hleðsubúnaði, fjarskiptakerfum og öðrum stoðkerfum.
Við leitum að jákvæðum og útsjónarsömum einstaklingum og bjóðum upp á starfsumhverfi sem miðar að því að hámarka starfsánægju metnaðarfulls starfsfólks.
Ef þú býrð yfir þjónustulund og frumkvæði í bland við samstarfs- og samskiptahæfileika þá erum við einmitt að leita að þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning á hleðslubúnaði
- Viðgerðir og viðhald á hleðslubúnaði
- Viðgerðir og viðhald á fjarskiptakerfum og öðrum stoðkerfum
- Þjónusta við ánægðustu viðskiptavini á raforkumarkaði skv. Ánægjuvoginni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun eða menntun í skyldum greinum
- Góð tölvukunnátta
- Íslensku- og enskukunnátta
- Góð samskiptafærni og lausnamiðuð hugsun
- Skipulagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð
- Framsækni og vilji til að tileinka sér nýja hluti
- Rík öryggisvitund og umbótahugsun
- Áhugi á orkuskiptum og rafbílum
- Ökuréttindi
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá.
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiMetnaðurRaffræðingurRafvélavirkjunRafvirkjun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Maintenance Engineer – Electrical & Instrumentation (12 mont
Climeworks
Rafvirki / Electrician
Alcoa Fjarðaál
Vélstjóri í þjónustudeild Hitatækni
Hitatækni ehf
Söluráðgjafi á lýsingabúnaði
Ískraft
Rafvirki/Rafeindavirki
Míla hf
Sérfræðingur í rafmagnsöryggi
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Rafvirki/rafvélavirki - Rafmagnsverkstæði
Eimskip
Forskoðun frystigáma
Eimskip
Viðhald loftræstikerfa
Hitastýring hf.
Rafvirki með reynslu óskast í fjölbreytt verkefni okkar.
Lausnaverk ehf
Ert þú rafmagnaður rafvirki?
Orkusalan
Hönnuður í rafveitu
Veitur