Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.
Forstöðumaður Veitna
Fjarðabyggð leitar að öflugum leiðtoga í starf forstöðumanns veitna.
Starfið heyrir undir sviðsstjóra skipulags-, og framkvæmdasviðs og er starfsmaður ábyrgur fyrir daglegum rekstri veitna Fjarðabyggðar. Hann hefur yfirumsjón og eftirliti með rekstri og stjórnun þeirra málaflokka sem undir starfið heyra þ.e. vatns-, frá- og hitaveitu ásamrt götulýsingu. Hann ber ábyrgð á samhæfingu og samþættingu í starfsemi deildarinnar og hefur yfirumsjón með daglegri stýringu þeirra verkefna sem þar eru unninn.
Við leitum að öflugum aðila til að koma til liðs við öflugan hóp sérfræðinga hjá sveitarfélaginu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun á samþættingu og starfsemi vatns- ,frá- og hitaveitu
- Mótun og gerð þjónustustefnu fyrir vatns- ,frá- og hitaveitu
- Ábyrgð á gerð verkáætlana fyrir vatns- , frá-, og hitaveitu
- Ábyrgð á gæðakerfi fyrir vatns-, frá-, og hitaveitu
- Ábyrgð á lagerhaldi veitna Fjarðabyggðar
- Umsjón og eftirlit með vatnsverndarsvæðum.
- Mótun og gerð þjónustustefnu fyrir götulýsingu.
- Pantanir á varahlutum í búnað, vélar og tæki.
- Annast eða lætur framkvæma nýlagnir og viðgerðir á lögnum.
- Umsjón með verktökum, eftirlit, mælingar og svo framvegis.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tækni- eða iðnmenntun sem nýtist í starfi
- Þekking á rekstri og stefnumótun.
- Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Frumkvæði og skipulagshæfni.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
- Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
- Bílpróf
Auglýsing birt22. janúar 2025
Umsóknarfrestur5. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)
Staða sjúkraliða við frístund í Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Frístundarleiðbeinandi á Reyðarfirði
Fjarðabyggð
Frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Stuðningsfulltrúi Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)
Avionics Design Engineer
Aptoz
Tæknimaður á viðhaldssviði
Linde Gas
Verkumsjón á Vesturlandi
Veitur
Deildarstjóri dagvörudeildar
Artasan
Einingaverksmiðjan leitar að verkefnastjóra framleiðslu
Einingaverksmiðjan
Hjúkrunardeildarstjóri hjartadeildar
Landspítali
Vilt þú móta framtíð iðnaðar með okkur?
EFLA hf
Ert þú framtíðar forstöðumaður?
Garðabær
Leiðtogi í líflegri íþróttamiðstöð
Garðabær
Lagna- og loftræsihönnuður
Pascal ehf.
Spennandi starf deildarstjóra í nýjum íbúðarkjarna
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Teymisstjóri
Vörður tryggingar