Billboard og Buzz
Billboard umhverfismiðlar laga sig að þínum þörfum, hvort sem þær tengjast uppbyggingu vörumerkja, þar sem endurtekning skilaboða yfir langan tíma skiptir mestu máli, eða markaðssetningu til skemmri tíma, þar sem öllu skiptir að fá fólk til að bregðast hratt við. Þín markmið skipta okkur máli og við hjálpum þér að ná þeim.
Umhverfismiðlar eru áhrifaríkur og hagkvæmur auglýsingakostur sem býður upp á ótal tækifæri til að ná til neytenda á ferð um höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Fólk fer oftast sömu leiðirnar og rannsóknir sýna að neytendur sem sjá sama vörumerkið endurtekið eru líklegir til að velja það umfram önnur. Dreifing um allt höfuðborgarsvæðið gefur því möguleika á mikilli dekkun – og tíðni á stuttum tíma.
Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz umhverfismiðlar leita að viðskiptastjóra í eina af tveimur söludeildum félagsins. Við leitum að harðduglegum og metnaðarfullum einstaklingi sem tekur ábyrgð á eigin verkefnum og hefur metnað til að ná árangri bæði í starfi og einkalífi. Starfið felur í sér náið samstarf með markaðsstjórum og stjórnendum fyrirtækja og finna með þeim leiðir til að láta auglýsingamiðlana Billboard og Buzz skila sem bestum árangri í þeirra markaðsstarfi. Ef þú brennur fyrir mannlegum samskiptum, getur komið skemmtilegum hlutum á framfæri og átt auðvelt með að leita tækifæra og lausna, þá gæti þetta starf hentað þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með núverandi viðskiptatengslum og bera ábyrgð á að styrkja og þroska það samband
- Umsjón með auglýsingaáætlunum viðskiptavina
- Öflun nýrra viðskiptatengsla
- Útfæra góðar hugmyndir með viðskiptavinum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Gott vald á íslensku, bæði í tali og riti
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Heiðarleiki og dugnaður
- Stundvísi og reglusemi
- Þekking og áhugi á íslenskum auglýsingamarkaði
- Áhugi á umhverfisauglýsingum og markaðssetningu
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Starfsmaður óskast í móttöku verkstæðis
Bílaspítalinn ehf
Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð
Sérfræðingur í innheimtu
Arion banki
Stoð leitar að Viðskiptastjóra í Hjálpartækjadeild
Stoð
Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð
Sérfræðingur á skrifstofu SSF – launavinnsla og fjármál
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Ráðgjafi á sölu og þjónustusviði
Rekstrarvörur ehf
Símsvörun - þjónustuver
Teitur
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbær
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Tjónafulltrúi ferðatjóna
Vörður tryggingar
Sölu- og þjónusturáðgjafi - Hlutastarf - Verslun Akureyri
Vodafone