Ráðgjafi á sölu og þjónustusviði
Rekstrarvörur óska eftir að ráða ráðgjafa í söluteymi sitt. Í boði er starf hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki.
Starfið felur í sér heimsóknir og sölu á rekstrarvörum til fyrirtækja og stofnanna, auk ráðgjafar í hreinlætismálum og almennri þjónustu við viðskiptavini. Starfsmaður mun sinna viðskiptavinum RV á Höfuðborgarsvæðinu en einnig á er möguleiki að starfsmaður fái ákveðin svæði úti á landi sem heimsótt eru nokkrum sinnum á ári.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á þjónustu,mannlegum samskiptum og sölureynsla er kostur.
Vinnutími almennt er frá Kl. 8:00-16:00 mánudaga til föstudaga.
Leitað er að áhugasömum, ábyrgum, jákvæðum, sjálfstæðum og þjónustulunduðum aðila sem getur hafið störf fljótlega.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
- Þjónusta við viðskiptavini
- Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
- Tilboðsgerð
- Markmiðasetning
- Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og lausnamiðað viðhorf
- Góð almenn tölvukunnátta
- Ökuréttindi ( skylda )
- Góð íslenskukunnátta
- Áhugi á sölu og þjónustustörfum á fyrirtækjamarkaði