Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.
Tjónafulltrúi ferðatjóna
Brennur þú fyrir þjónustuveitingu og samskiptum? Átt þú gott með að vinna í teymi fólks sem sinnir fjölbreyttum og ólíkum verkefnum frá degi til dags? Á spennandi tímum leitar Vörður að öflugum liðsauka í tjónaþjónustu sína. Helstu verkefni snúa að fjölbreyttri þjónustu við viðskiptavini í tengslum við ferðatjón, uppgjör tjóna og önnur umsýsla.
Við hvetjum alla þá einstaklinga sem áhuga kunna að hafa á starfinu til að sækja um en viðkomandi þarf að hafa viðeigandi háskólamenntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við viðskiptavini félagsins í tengslum við ferðatjón
- Samskipti við erlenda þjónustuaðila
- Skráning og gagnaöflun
- Úrvinnsla gagna og uppgjör tjóna
- Samstarfs og samvinnna við aðrar einingar á tjónasviði
- Önnur tilfallandi verkefni, svo sem þátttaka í umbótaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Frumkvæði, þjónustulipurð og fagmennska
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að greina tækifæri til umbóta og skilvirkni
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
- Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSkipulagVandvirkniÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Starfsmaður óskast í móttöku verkstæðis
Bílaspítalinn ehf
Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð
Sérfræðingur í innheimtu
Arion banki
Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð
Sérfræðingur á skrifstofu SSF – launavinnsla og fjármál
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Símsvörun - þjónustuver
Teitur
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbær
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz
Starfsmaður í Innflutning og Pantanir
Rafkaup
Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf.
Skrifstofustarf hjá Multivac á Íslandi
Multivac ehf