Bílaspítalinn ehf
Bílaspítalinn ehf

Starfsmaður óskast í móttöku verkstæðis

Bílaspítalinn óskar eftir þjónustuliprum og skipulögðum einstaklingi í móttöku fyrirtækisins. Ef þú hefur áhuga á bílum, býrð yfir góðum samskiptahæfileikum og vilt starfa í faglegu og líflegu umhverfi, erum við að leita að þér!

Staðsetning; Bílaspítalinn, Kaplahrauni 1, Hafnarfirði

Vinnutími: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00 - 17:00 og föstudaga frá kl. 08:00 - 16:00.

Bílaspítalinn er bíla- og sprautuverkstæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
 
  • Móttaka viðskiptavina, bæði í eigin persónu og í síma.
  • Skipulagning og skráning viðgerða í verkstæðiskerfi.
  • Gerð CABAS tjónamata í samvinnu við viðskiptavini og tryggingafélög.
  • Reikningagerð og utanumhald skjala tengdum viðgerðum.
  • Aðstoð við innkaup og skráningu verkefna í verkstæðiskerfi.
  • Samskipti við tryggingafélög og birgja.
  • Umhirða skrifstofusvæðis og stuðningur við daglegan rekstur.
  • Veita viðskiptavinum upplýsingar um viðgerðarstöðu og afhendingu bíla.
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Góða íslenskukunnáttu, bæði í tali og riti.
  • Tölvufærni og geta til að vinna í mismunandi kerfum.
  • Stundvísi, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Grunnþekking á bílatækni eða áhugi á bílum er kostur.
  • Reynsla af CABAS tjónamati er mikill kostur.
  • Þekking á reikningagerð, innkaupaferli og tölvukerfum tengdum verkstæðisrekstri er æskileg.
Fríðindi í starfi

Við bjóðum:

  • Vinalegt og faglegt starfsumhverfi.
  • Tækifæri til að læra og þróast innan fyrirtækisins.
  • Samkeppnishæf laun og góðan starfsanda.
Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur17. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kaplahraun 1, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.BílvélaviðgerðirPathCreated with Sketch.BremsuviðgerðirPathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.HjólastillingPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.PústviðgerðirPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SmurþjónustaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar