Rauði krossinn á Íslandi
Rauði krossinn á Íslandi er hluti af stærstu mannúðar- og hjálparsamtökum heims. Allt starf Rauða krossins miðar að því að bregðast við og aðstoða þar sem neyðin er mest.
Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans veita aðstoð og dreifa hjálpargögnum í hverju landi fyrir sig. Þannig tryggir Rauðakrosshreyfingin að hjálpin komist beint til skila til þeirra hópa sem mest þurfa á aðstoð að halda. Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru 190 en einungis eitt Rauða kross félag má starfa í hverju landi. Saman mynda Alþjóðaráð Rauða krossins, Alþjóðasambandið og landsfélögin, alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Verkefnastjóri - Viðnámsþróttur
Við leitum að drífandi og metnaðarfullri manneskju til starfa sem verkefnastjóri í eflingu viðnámsþróttar á Suðurnesjum. Staðan er tímabundin til eins árs.
Starfið er fjölbreytt og krefst þess að þú sért með framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Þú þyrftir að vera viðbúinn því að þurfa að sýna sveigjanleika og vinna í krefjandi og stundum ófyrirséðum aðstæðum.
Verkefni sem þú myndir sinna eru m.a.:
- Stuðla að því að íbúar á Suðurnesjum séu betur undirbúin ef hamfarir dynja yfir.
- Styðja við samfélagsleg verkefni sem efla fólk sem varð fyrir áhrifum vegna náttúruhamfaranna á Suðurnesjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með verkefninu og leiða það áfram með gerð verkefna- og aðgerðaáætlana.
- Samskipti við samstarfsaðila og skýrslugerð.
- Þátttaka í teymisvinnu tengdum uppbyggingu á að efla viðnámsþrótt á Suðurnesjum.
- Mat, þróun og eftirfylgni verkferla.
- Fræðsla og umfjöllun til íbúa og annarra samstarfsaðila.
- Leiða og/eða koma í farveg félagslegum verkefnum tengdum Grindvíkingum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í félagsvísindum (t.d. áfallastjórnun, félagsráðgjöf, sálfræði, mannfræði eða félagsfræði).
- Þekking á árangursmiðaðri verkefnastjórnun er skilyrði.
- Reynsla af áfallastjórnun eða neyðaraðstoð.
- Samskipta- og ráðgjafahæfni.
- Hæfni til að greina þarfir samfélagsins.
- Geta til að vinna með mismunandi hópum.
- Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og menningarlæsi.
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Mjög góð rit- og talfærni á íslensku og ensku. Önnur tungumál eru kostur.
- Þekking eða reynsla af notkun helstu tölvukerfa.
Auglýsing birt26. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri húseininga
Stólpi Gámar ehf
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Verkefnastjóri sölu- og markaðsmála hjá Mannauðslausnum
Advania
Harpa leitar að fjölhæfum verkefnastjóra á forstjórasvið
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Verkefnastjóri aðfanga og útboða - Veitingaþjónusta
Landspítali
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Verkefnastjóri á gæslusviði
Securitas
Verkefnastjóri
Ebson
Félagsráðgjafi í Barnaverndarþjónustu Kópavogs
Kópavogsbær
Verkefnalóðs
Landsnet hf.
Verkefnastjóri framkvæmda
Landsnet hf.
Verkefnastjóri á hjúkrunardeild
Hrafnista