Ebson
Ebson býður upp á hágæða viðargólf, flísar, klæðningar, innihurðir og blöndunartæki frá virtum evrópskum framleiðendum. Starfsmenn fyrirtækisins veita persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverjum viðskiptavini.
Verkefnastjóri
Ebson leitar að öflugum verkefnastjóra með færni til að halda mörgum boltum á lofti og getu til að fylgja málum vel eftir. Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem er fljótur að tileinka sér nýjungar og hefur áhuga á hágæða hönnun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Söluráðgjöf og þjónusta til fagaðila og stærri viðskiptavina á fyrirtækjamarkaði.
- Samskipti við viðskiptavini og birgja.
- Öflun nýrra viðskiptatækifæra.
- Tilboðsgerð og eftirfylgni tilboða.
- Birgðastýring.
- Erlend samskipti.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkfræði, byggingarfræði, viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun.
- Reynsla af verkefnastýringu, sölu og þjónustu.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
- Frumkvæði, jákvæðni og drifkraftur.
- Góð almenn tölvukunnátta og reynsla af notkun helstu tölvuforrita.
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri aðfanga og útboða - Veitingaþjónusta
Landspítali
Við leitum að snillingum í fullt starf og í hlutastarf!
King Kong ehf.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
Afgreiðsla í verslun
S4S
Verkefnastjóri á gæslusviði
Securitas
Ráðgjafi á sölu og þjónustusviði
Rekstrarvörur ehf
Sölufulltrúi - fullt starf
Dorma
Söluráðgjafi einstaklinga
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.
Verkefnalóðs
Landsnet hf.
Verkefnastjóri framkvæmda
Landsnet hf.
Verkefnastjóri á hjúkrunardeild
Hrafnista
Verkefnastjórn, Verkfræðingur / Tæknifræðingur
First Water