Verkefnastjóri á gæslusviði
Við leitum að jákvæðum einstaklingi í starf verkefnastjóra á Gæslusviði, starfið gefur möguleika á frekari starfsþróun!
Á Gæslusviði Securitas starfar kröftugur og samheldinn hópur sem telur rúmlega 200 manns sem í sameiningu veitir viðskiptavinum Securitas framúrskarandi þjónustu og kappkosta við að auka öryggi þeirra.
Ef þú...
- Býrð yfir mikilli þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Hefur reynslu af mönnun verkefna.
- Býrð yfir frumkvæði í starfi og getu til að vinna sjálfstætt.
- Hefur reynslu af umsjón með verkefnum og verkstöðum ásamt daglegum rekstri.
- Býrð yfir metnað til að takast á við krefjandi verkefni.
- Hefur gott vald á íslensku, bæði í riti og ræðu.
...þá erum við að leita að þér!
Í boði er framtíðar starf þar sem tekist er á við skemmtileg og fjölbreytt verkefni, sem felast meðal annars í úttektum á gæslustöðum, mönnun og umsjón vakta, starfsmannamálum, umsjón með móttöku nýliða og þjálfun, stýring verkefna, gerð verklýsinga og innleiðingu á verklagi.
Framtíðar tækifæri fyrir rétta einstaklinginn í stöðu verkefnastjóra
Ef þú hefur brennandi áhuga á miðlun þekkingar og hefur reynslu af öryggismálum þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig:
- Halda kynningar og námskeið fyrir innri og ytri viðskiptavini Securitas s.s. öryggisnámskeið og skyndihjálp.
- Sinna eldvarnareftirliti og vera eldvarnarfulltrúi viðskiptavina okkar.
- Umsjón og ráðgjöf varðandi rýmingar og rýmingaráætlanir fyrir viðskiptavini.
- Gerð námsefnis og kynningarglæra ásamt skýrslugerð til viðskiptavina.
Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2024, við hvetjum umsækjendur til að skila inn umsókn sem fyrst þar sem unnið verður úr þeim jafnóðum og þær berast. Við hvetjum öll kyn með hreint sakavottorð til þess að sækja um.
Nánar upplýsingar um starfið veitir Ísleifur Árnason, deildarstjóri staðbundinnar gæslu, isleifur@securitas.is