Dorma
Dorma var stofnað árið 2009 og höfum við frá upphafi einsett okkur að vera leiðandi í að kynna gestum okkar nýjungar á rúmamarkaði ásamt því að sérhæfa okkur í sölu á viðurkenndum heilsudýnum og stillanlegum rúmum. Dorma hefur ávallt fylgt þeirri öru þróun sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðin ár og komið fram með nýjungar frá heimsþekktum vörumerkjum.
Til að mæta þörfum gesta okkar býður Dorma margar gerðir rúma en auk þess höfum við upp á að bjóða margar tegundir sófa, hægindastóla og smávöru fyrir heimilið. Okkar helstu samstarfsaðilar hafa undanfarin ár verið Simba en nýlega buðum við Sealy velkomin í Dorma fjölskylduna. Sealy er heimsþekkt fyrir gæði og þægindi þar sem gott úrval dýna er í boði svo hver og einn getur fundið dýnuna fyrir sig.
Sölufulltrúi - fullt starf
Dorma er 15 ára gamalt fjölskyldurekið fyrirtæki með mikinn metnað og sterka sýn.
Við leitum að reyndum og þjónustuliprum sölufulltrúa í verslun okkar í Smáratorgi í Kópavogi.
Við erum að leita að þér ef þú:
- ert dugleg/ur, með áhuga á heilsu og því að bæta líf þitt og annarra með frumkvæði þínu og metnaði
- ert sterk/ur í mannlegum samskiptum og kannt að skapa jákvæða upplifun með þjónustu
- elskar vörumerkið okkar, sýn okkar og gildi
- ert góður hlustandi og getur fundið úrlausnir fyrir gesti okkar
- ert skipulögð/lagður og vinnur vel í hóp
Okkur er umhugað að setja þarfir gesta okkar í fyrsta sæti við val á réttu rúmi svo þeir nái hámarks hvíld og vellíðan. Ráðgjafi hjá Dorma sér um að fræða og bæta líf gesta okkar, setja þarfir þeirra í fyrsta sæti og byggja þannig upp langtíma viðskiptasamband.
Um er að fullt starf frá 2.janúar 2025. Unnið er alla virka daga kl. 10-18 og annan hvern laugardag kl. 11-17.
Nánari upplýsingar veitir Svava verslunarstjóri Dorma í síma 512-6800 og svava@dorma.is
Starfsferilskrá eru æskileg fylgigögn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og þjónusta til viðskiptavina.
- Vefverslun, tiltekt og pökkun
- Vörumóttaka, talningar og merkingar.
- Tiltekt, tilfærslur og aðstoð við framsetningu á vörum í verslun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góðir söluhæfileikar og þjónustulund.
- Skipulagshæfileikar, nákvæmni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Geta til að vinna undir álagi og bera ábyrgð.
- Frumkvæði, jákvæðni og hæfni í samskiptum.
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Smáratorg 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri húseininga
Stólpi Gámar ehf
Gestgjafar Sky Lagoon / Hosts at Sky Lagoon
Sky Lagoon
Starfsmaður í verslun og lager á Akureyri
Ferro Zink hf
Starfsmaður í verslun óskast
AB Varahlutir
Starfsfólk í verslun - Kauptún
ILVA ehf
Við leitum að snillingum í fullt starf og í hlutastarf!
King Kong ehf.
Afgreiðsla í verslun
S4S
Er AIR Smáralind að leita að þér?
S4S - AIR
Sölu- og þjónusturáðgjafar
Nova
Ertu jólabarn? Jólahlutastarf á Laugaveginum
Flying Tiger Copenhagen
Ritari og þjónustufulltrúi
BSV ehf
Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð