Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Félagsráðgjafi í Barnaverndarþjónustu Kópavogs

Velferðarsvið Kópavogsbæjar auglýsir stöðu félagsráðgjafa á skrifstofu barnaverndarþjónustu lausa til umsóknar.

Félagsráðgjafi barnaverndar starfar að verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar á meðferð barnaverndarmála með því að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Um er að ræða 100% starf.

Félagsráðgjafi barnaverndar situr teymisfundi og meðferðarfundi skrifstofunnar og er leiðbeinandi sérfræðingur á fundum barnaverndarþjónustu. Starfsmaður fylgir úrskurðarmálum eftir fyrir umdæmisráð og dómstóla.

Félagsráðgjafi barnaverndar vinnur í teymum innan barnaverndar og beitir þar sérhæfðri þekkingu sinni í málaflokki teymisins. Einnig eiga starfsmenn í þverfaglegu samstarfi við skóla, heilbrigðisstofnanir, lögreglu og aðra sem koma að málefnum barna. Starfsmenn barnaverndarþjónustu taka þátt í samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna þegar við á.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna með fjölskyldum; viðtöl, ráðgjöf og stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra.
  • Skipulagning úrræða og aðgerða í samvinnu við samstarfsaðila.
  • Taka þátt í samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Móttaka og skráning nýrra tilkynninga og könnun/úttekt á aðstæðum barna.
  • Mat á hæfni fóstur- og stuðningsforeldra og einstaklinga sem sótt hafa um að ættleiða barn.
  • Handleiðsla fyrir fósturforeldra, persónulega ráðgjafa og annað starfsfólk sem ráðið er af sviðinu vegna starfa innan barnaverndar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða í félagsráðgjöf og/eða starfsréttindi sem félagsráðgjafi frá Embætti Landlæknis.
  • Þekking og reynsla af barnavernd/velferðarþjónustu er æskileg.
  • Viðbótarmenntun á sviði barnaverndar, fjölskyldumeðferðar og PMTO meðferðar er kostur.
  • Reynsla af starfi með börnum og fjölskyldum er kostur.
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, samstarfi og teymisvinnu.
  • Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvæðni, áreiðanleiki og traust vinnubrögð.
  • Geta til að vinna undir álagi í krefjandi starfsumhverfi.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FélagsráðgjafiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar