Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Harpa leitar að fjölhæfum verkefnastjóra á forstjórasvið

Markmið starfsins er að tryggja faglega og góða stjórnsýslu og skilvirka starfsemi á skrifstofu forstjóra Hörpu. Undirbúningur og úrvinnsla funda, svörun erinda og umsjón og þátttaka í fjölbreyttum verkefnum sem tilheyra forstjórasviði. Þau eru helst; stjórnun, stjórnsýsla, stefnumörkun og innleiðing, mannauðs- og gæðamál, sjálfbærni, framkvæmd dagskrárstefnu og alþjóðleg tengsl. Tengiliður við öll stoð- og fagsvið Hörpu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar forstjóra og sinnir lykilverkefnum á forstjórasviði þ.m.t. skjalavörslu og formlegum samskiptum innan og utan félagsins þ.m.t. við ráðuneyti, Reykjavíkurborg og aðra opinbera aðila. Starfar að öðrum fjölbreyttum verkefnum í samráði við forstjóra. 
  • Undirbúningur, ritun fundargerða og eftirfylgni stjórnarfunda móðurfélags, dótturfélaga, endurskoðunar- og eigendanefndar og aðalfunda samstæðu og dótturfélaga.

  • Ber ábyrgð á skjalavistun hjá Hörpu og innleiðingu hennar þvert á félagið. 

  • Starfar með mannauðs- og gæðastjóra að ýmsum verkefnum á því sviði.  

  • Tekur þátt í ýmsum starfshópum og umbótaverkefnum þvert á félagið. 

  • Sér um undirbúning alþjóðlegra samskipta.

  • Sér um að skipuleggja tiltekna viðburði á vegum forstjórasviðs. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun -háskólamenntun er kostur. 
  • Starfið gerir kröfur um starfsreynslu innan starfssviðsins, að lágmarki 3-5 ár.
  • Reynsla og þekking á stjórnsýslu og skjalastjórnun.
  • Nákvæmni, vönduð og öguð vinnubrögð.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð hæfni til að túlka og miðla upplýsingum.
  • Verkefnastjórnun í afmörkuðum verkefnum.
  • Mjög góð tök á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli og hæfni til að koma fram f.h. forstjóra.
  • Góð almenn tölvukunnátta auk þekkingar á skjalavistunarkerfum. 
Auglýsing birt4. desember 2024
Umsóknarfrestur13. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
DanskaDanska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar