Harpa leitar að fjölhæfum verkefnastjóra á forstjórasvið
Markmið starfsins er að tryggja faglega og góða stjórnsýslu og skilvirka starfsemi á skrifstofu forstjóra Hörpu. Undirbúningur og úrvinnsla funda, svörun erinda og umsjón og þátttaka í fjölbreyttum verkefnum sem tilheyra forstjórasviði. Þau eru helst; stjórnun, stjórnsýsla, stefnumörkun og innleiðing, mannauðs- og gæðamál, sjálfbærni, framkvæmd dagskrárstefnu og alþjóðleg tengsl. Tengiliður við öll stoð- og fagsvið Hörpu.
- Aðstoðar forstjóra og sinnir lykilverkefnum á forstjórasviði þ.m.t. skjalavörslu og formlegum samskiptum innan og utan félagsins þ.m.t. við ráðuneyti, Reykjavíkurborg og aðra opinbera aðila. Starfar að öðrum fjölbreyttum verkefnum í samráði við forstjóra.
-
Undirbúningur, ritun fundargerða og eftirfylgni stjórnarfunda móðurfélags, dótturfélaga, endurskoðunar- og eigendanefndar og aðalfunda samstæðu og dótturfélaga.
-
Ber ábyrgð á skjalavistun hjá Hörpu og innleiðingu hennar þvert á félagið.
-
Starfar með mannauðs- og gæðastjóra að ýmsum verkefnum á því sviði.
-
Tekur þátt í ýmsum starfshópum og umbótaverkefnum þvert á félagið.
-
Sér um undirbúning alþjóðlegra samskipta.
-
Sér um að skipuleggja tiltekna viðburði á vegum forstjórasviðs.
- Góð almenn menntun -háskólamenntun er kostur.
- Starfið gerir kröfur um starfsreynslu innan starfssviðsins, að lágmarki 3-5 ár.
- Reynsla og þekking á stjórnsýslu og skjalastjórnun.
- Nákvæmni, vönduð og öguð vinnubrögð.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð hæfni til að túlka og miðla upplýsingum.
- Verkefnastjórnun í afmörkuðum verkefnum.
- Mjög góð tök á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli og hæfni til að koma fram f.h. forstjóra.
- Góð almenn tölvukunnátta auk þekkingar á skjalavistunarkerfum.