atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.
VERKEFNASTJÓRI FRAMKVÆMDARSVIÐS
AtNorth stækkar á Akureyri og leitar að reyndum verkefnastjóra til að ganga til liðs við teymið sitt.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þú munt gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu á gagnaverum atNorth. Þú munt hafa umsjón með verkefnum frá upphafi byggingarstigs til verkloka. Þetta starf býður upp á tækifæri til að vinna í hraðskreiðu umhverfi þar sem sjálfstæði og ábyrgð eru lykilatriði.
- Viðhalda og uppfæra byggingaráætlanir og tryggja að öll verkefni séu á áætlun
- Stjórna innkaupaferlinu í samræmi við ferla atNorth
- Skila verkefnum innan samþykktra fjárhagsáætlana og kostnaðaráætlana
- Tryggja að öll byggingarverkefni uppfylli gæðastaðla atNorth, m.a. ISO9001, ISO27001 og ISO45001
- Tryggja að öll byggingarverkefni uppfylli heilbrigðis- og öryggisstaðla atNorth
- Samskipti við verktaka
- Regluleg skýrslugerð, m.a. vikulegar verkefnauppfærslur og mánaðarlegar skýrslur
- Þróa og viðhalda gæðastjórnunarkerfi í samræmi við staðla og bestu starfsvenjur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla í verkefnastjórnun
- Vottun í verkefnastjórnun er kostur
- Þekking á gæðastöðlum er kostur
- Mikil færni í ensku við lestur og skrif
- Vinna vel í teymi og að geta glaðst með vinnufélögum
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
- Umbótahugarfar, öryggisvitund og þjónustulund
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera til að geta sinnt starfinu
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem þéttir hópinn
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndnum
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 150122, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðHugmyndaauðgiNýjungagirniSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaVerkefnastjórnunÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Sambærileg störf (7)
Öryggisstjóri öryggislausna
Íslandsbanki
Sviðsstjóri samgöngu- og skipulagssviðs
VSB verkfræðistofa
Project manager, construction project in Disko Bay Greenland
NunaGreen A/S
Skólastjóri útilífsskóla Svana
Skátafélagið Svanir
Engineering Manager, Reykjavik
Asana
Verkefnastjóri nýframkvæmda & endurbóta
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf
FERÐASKRIFSTOFA - utanlandsferðir
Ferðaland