![atNorth](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-8e894d56-533e-4cde-bea3-dc4547bdff05.png?w=256&q=75&auto=format)
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.
![atNorth](https://alfredprod.imgix.net/adcover/is-c3c8d123-fec7-496e-b76b-e67eb95794af.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
TÆKNIMAÐUR MEÐ REYNSLU
atNorth stækkar á Akureyri og leitar að tæknimanni með reynslu til starfa í gagnaver sitt.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning, eftirlit og viðhald á vélbúnaði viðskiptavina í gagnaveri atNorth
- Þátttaka í uppfærslu verkferla og stöðugum endurbótum verkferla og vinnulags
- Þjónusta við viðskiptavini og úrlausnir beiðna
- Viðhalda varahlutalager á tölvubúnaði, samskipti við framleiðendur
- Að vera tilbúinn til að öðlast þekkingu á greiningu og viðgerð flókinna AI / GPU tölvuþjóna, rekstri ofurtölva og netrekstri
atNorth leggur mikinn metnað í að mennta starfsfólk sitt og veita þjálfun í öllu sem viðkemur rekstri gagnavera.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám sem nýtist í starfi svo sem tölvuviðgerðir, gráður eða sambærilega reynslu á UT sviði
- Haldgóð þekking og reynsla af upplýsingatækni
- Sjálfstæði, lausnamiðað viðhorf og greinandi hugsun
- Skipulagshæfni og geta til að vinna í fjölbreyttum verkefnum
- Framúrskarandi hæfni í samvinnu og samskiptum
- Vilji til að læra og þróast í starfi
- Góð enskukunnátta
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera til að geta sinnt starfinu
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem þéttir hópinn
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndnum
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 150122, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaHreint sakavottorðMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Sambærileg störf (12)
![atNorth](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-8e894d56-533e-4cde-bea3-dc4547bdff05.png?w=256&q=75&auto=format)
TÆKNIMAÐUR SEM VILL LÆRA
atNorth
![Tæknisetur ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-65b5a493-efb5-4337-a1dd-8ea74863154d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Aðstoðarmanneskja á byggingarannsóknastofu
Tæknisetur ehf.
![Vélrás](https://alfredprod.imgix.net/logo/049f11be-6202-468c-9eae-22ac48a12105.png?w=256&q=75&auto=format)
Lagerstarf - Varahlutir - Bifreiðar
Vélrás
![Textílmiðstöð Íslands](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-c4d67507-5b68-4c8b-a224-e39fc2037d39.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Umsjónaraðil TextílLabs Textílmiðstöðvarinnar
Textílmiðstöð Íslands
![Fjarðabyggð](https://alfredprod.imgix.net/logo/ba86577f-f1cf-420b-b443-3f1678b3ee47.png?w=256&q=75&auto=format)
Verkstjóri í þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
![Stíflutækni](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-b9e65ff8-ca25-4048-af6b-b909319db7b7.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Myndun og gps-mælingar á lögnum
Stíflutækni
![Ofar](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-9893f99a-41ab-49bf-a3e9-4bf338c7e476.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Söluráðgjafi hljóð- og myndlausna Ofar
Ofar
![Þjóðskjalasafn Íslands](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-562f684d-1968-45cd-a820-5d3b9a40c540.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Umsjónarmaður fasteigna og öryggismála
Þjóðskjalasafn Íslands
![Bláorka ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-0b975560-2647-4c0f-8906-195f1a8e66fb.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Tæknimaður á þjónustuverkstæði
Bláorka ehf.
![Climeworks](https://alfredprod.imgix.net/logo/eb759355-731e-4a36-972c-d25ce66bfa68.png?w=256&q=75&auto=format)
Field Service Technician (12 month contract)
Climeworks
![Blikksmiðurinn hf](https://alfredprod.imgix.net/logo/bc39ff01-8a09-4548-8843-2ddd45d067af.png?w=256&q=75&auto=format)
Starfsmenn í þjónustudeild
Blikksmiðurinn hf
![Rafstjórn ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-6d5c3671-c3ba-4573-a9e4-1dd4a92e67d4.png?w=256&q=75&auto=format)
Rafvirki/kælimaður óskast til starfa
Rafstjórn ehf